Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnađur Stjórnmálaskóli

Um helgina héldum viđ ungir jafnađarmenn á Akureyri stjórnmálaskóla, viđ vorum búin ađ fá marga góđa fyrirlesara til liđs viđ okkur. Viđ fengum t.d. Ágúst Ólaf varaformann Samfylkingar, Katrínu Júlíusdóttir og Kristján Möller alţingismenn, Birgir Guđmundsson lektor, Hermann Jón Tómasson formann bćjarráđs, Láru Stefánsdóttur frambjóđenda og svo loks Hildi Jönu Gísladóttur.

P3230021Á föstudagskvöldiđ klukkan átta byrjađi skólinn formlega, Margrét Kristín Helgadóttir skólastjóri setti skólan formlega, og eftir henni steig Birgir Guđmundsson lektor viđ félagsvísinda og lagadeild Háskólans á Akureyri í pontu, og frćddi nemendur um íslenskan stjórnskipa, alţingiskosningar og fór rétt í stjórnmálasögu Íslands. Fyrirlestur Birgis var mjög áhugaverđur, og skemmtilegur, og ţó hann talađi í um tvo tíma, var aldrei dauđur punktur. Margt merkilegt kom fram, og ţá sérstaklega ţegar hann fór ađ frćđa nemendur um alţingiskosningar, og ţá sérstaklega söguna sem og skođanakannanir. Kom t.a.m. fram hjá Birgi ađ flokkar sem vćru ađeins međ eitt stefnumál, myndu líklega ekki ná langt í kosningunum 12. maí, og Birgir taldi m.a. ađ Vinstri Grćnir myndu ekki halda ţessu flugi sem ţeir hafa veriđ á í skođanakönnunum. Vil ég hér međ ţakka Birgi fyrir áhugaverđan fyrirlestur, og alveg hrein snilld ađ hann hafi gefiđ sér tíma til ađ halda fyrirlestur í stjórnmálaskólanum.

Nemendur vöknuđu snemma á laugardagsmorgunin, en klukkan tíu hófst fyrirlestur ţeirra Hermanns JónsP3240027 Tómassonar oddvita Samfylkingarinnar hér á Akureyri, og Margrétar Kristínar Helgadóttur, sem er ein af efnilegustu stjórnmálamönnum landsins. Hermann frćddi nemendur um vinnu í sveitastjórnmálum, hvernig málefnasamningur er gerđur, og frćddi einnig nemendur hver stađan er hér á Akureyri. Margrét Kristín hins vegar frćddi nemendur um sína hliđ í sveitarstjórnmálum, hvernig ţađ sé ađ vera ung í pólitík, og hennar starf sem formađur Samfélags- og mannréttindaráđs. Eiga ţau bćđi mikiđ hrós skiliđ fyrir góđan fyrirlestur, sem var mjög frćđandi fyrir nemendur eins og mig, sem hafa lítiđ veriđ inn í sveitastjórnarmálum.

Nćst á eftir ţeim kom Lára Stefánsdóttir,  hún frćddi nemendur um netiđ og stjórnmálamenn. Í fyrirlestri sínum kom hún inn á hvernig stjórnmálamenn geta nýtt sér netiđ til ţess ađ koma sér á framfćri. Hún t.d. frćddi nemendur hvernig Björn Bjarnason hafi notfćrt sér netiđ til ađ koma sér í kynni viđ ýmist fólk, og međ miklum dugnađi í skrifum á netinu, náđ ađ skapa sér ákveđnar vinsćldir. Lára gaf nemendum ráđ til ađ nýta sér netiđ enn betur, ţegar blogg skriftum er komiđ eđa greinarskrifum. Ţetta var mjög fróđlegur fyrirlestur, og á hún eins og allir ađrir hrós skiliđ. En ţegar Lára var búinn ađ halda sinn fyrirlestur, var komiđ ađ hádegishléi, og beđiđ síđan eftir ađ Ágúst Ólafur og Katrín Júlíusdóttir myndu lenda á Akureyrarflugvelli.

Eftir hádegishléiđ, hélt Ágúst Ólafur Ágústsson varaformađur Samfylkingarinnar fyrirlestur um P3240089efnahagsmál, og var sá fyrirlestur mjög vel sóttur, og greinilegt ađ margir vilja frćđast um efnahagsmál fyrir komandi kosningar. Ágúst Ólafur frćddi nemendur fyrst um grunnhugtök hagfrćđinnar, og síđan frćddi hann nemendur um stöđuna á Íslandi, og kom međal annars fram ađ Íslendingar ţurfa ađ fá stöđugleika í hagkerfiđ, ţví markmiđi hefur ríkisstjórnin ekki náđ. Sem gamall hagfrćđinema, fannst mér ţessi fyrirlestur mjög góđur, og margt frćđandi í honum, og ég vona svo sannarlega ađ nemendur skólans hafi veriđ upplýstari um efnahagsmál eftir ţennan fyrirlestur.

Eftir Ágústi kom Kristján Möller alţingismađur, og frćddi nemendur um alţingisstörf, og hvernig ţađ er ađ vinna á ţessum merka vinnustađ. Fyrirlestur Kristjáns var mjög frćđandi, og gaman ađ fá smá innsýn í störf ţingmanna. Eftir fyrirlestur Kristjáns, spruttu athyglisverđar umrćđur um vinnutíma alţingsmanna. Mönnum fannst vinnutími alţingismanna ekki fjölskylduvćnn, og vćri í raun skrítiđ ađ löggjafarţingiđ bryti sjálft vinnulöggjöfina. En ţrátt fyrir ţennan langa vinnutíma, og ţá stađreynd ađ Alţingi er ekki fjölskylduvćnan vinnustađur, ţá vćri hann ţó eftirsóttur vinnustađur.

P3240111Loks kom Katrín Júlíusdóttir og Hilda Jana Gísladóttir međ sína fyrirlestra. Katrín frćddi nemendur hvernig eigi ađ bera sig fram í rćđupúlti, og lét síđan nemendur koma fram og halda einnar mínútu rćđu. Kom ţá í ljós ađ allir nemendur skólans voru frambćrilegir rćđumenn. Loks frćddi Katrín nemendur, hvernig eigi ađ koma skođun sinni á framfćri, og sýndi nemendum ýmiss dćmi úr blöđunum hvernig ćtti ekki ađ skrifa greinar. Eftir Katrínu kom síđan Hilda Jana međ fyrirlestur um fjölmiđla, og hvernig ćtti ađ bera sig ađ í fjölmiđlum, og stóđ hún sig međ prýđi, rétt eins og Katrín. En ađ lokum settu ţćr Katrín og Hilda Jana upp smá spjallţátt, og leyfđi nemendum ađ ćfa sig ađ rökrćđa og gekk ţađ býsna vel.

Um klukkan sex, sleit síđan Margrét Kristín Helgadóttir skólastjóri skólanum. Margrét Kristín á mikiđ hrós skiliđ fyrir skólann, og ţá sérstaklega skipulagningu og hvernig hún stjórnađi skólanum af mikilli nákvćmni. Og ţađ er ţví ekkert skrítiđ ađ ég sem og fleiri teljum hana framtíđar bćjarstjóra eđa jafnvel framtíđar ráđherra.P3240113

Sölmundur Karl Pálsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guđmundsson

Hćhć. Takk fyrir síđast. Skólinn var mjög flottur og ţú og ţiđ eigiđ hrós skiliđ fyrir skipulagiđ og framkvćmdina.

Magnús Már Guđmundsson, 25.3.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já ţau geta veriđ stolt af sinni vinnu. Ég sat allan tíman á skólabekknum og hafđi gaman af. Var ótrúlega gaman ađ sitja á skólabekk međ bćđi son og dóttur  ţćglileg tilfinning ađ í kringum mann eru svona margir jafnađarmenn.

Páll Jóhannesson, 26.3.2007 kl. 00:18

3 identicon

Já ţetta var alveg ferlega skemmtilegt og gaman ađ fá ađ taka ţátt, eins og ţađ hefur veriđ á síđasta ári bćđi hér á Akureyri og í Reykjavík. Kom skemmtilega á óvart hvađ margir frambćrilegir rćđumenn voru í skólanum.

Hilda Jana Gísladóttir (IP-tala skráđ) 26.3.2007 kl. 15:08

4 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Flottar myndir!! Tid erud ad standa ykkur alveg hreint rosalega vel!!!

Valdís Anna Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 08:02

5 Smámynd: Guđrún Helgadóttir

Flott framtak, fariđ ţiđ ekki í útrás í önnur kjördćmi?

Guđrún Helgadóttir, 27.3.2007 kl. 16:14

6 Smámynd: Sölmundur Karl Pálsson

Takk fyrir ţađ, en ţađ er já spurning hvort ađrar ungliđahreyfingar eđa önnur Samfylkingar félög feti í fótspor okkar. Ţađ vona ég svo sannarlega ađ svona stjórnmálaskóli verđi settur upp í sem flestum kjördćmum, enda mjög mikilvćgur og ganglegur bćđi fyrir yngri kynslóđina sem og ţá sem eldri eru.  

Sölmundur Karl Pálsson, 27.3.2007 kl. 19:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband