Leita í fréttum mbl.is

Hvar er áhuginn?

Í fyrsta skipti í langan tíma langar mér í raun ekkert til að skrifa um þjóðfélagsmál, eða pælingar mínar eða neitt. Síðustu daga hef ég varla haft áhuga á að skrifa pistla eða annað slíkt, get hreinlega ekki komið orðum á blað, og í raun hef ég enga aðra skýringu á letí mínu við að blogga. Síðustu vikur hefur áhugin á skrifum minnkað töluvert, og eins áhuginn á stjórnmálum farin að dvína eitthvað örlítið. En ég nýt þess þó að aðstoða einn ákveðinn frambjóðenda, og það heldur mér líklega gangandi í pólitíkinni, enda ekki oft sem maður fær tækifæri til að aðstoða leiðtoga framtíðarinnar. En vonum þó að áhugin fari að vaxa aftur eftir páska, enda þá verður kosningabarátta flokkana farin á fullt. En ég kveð í bili, og vonandi kemur inn ferskur pistill inn sem fyrst hjá manni.

 kv,

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er eðlegt ástand Sölli. Stjórnmál eru langhlaup og það sem gildir er úthald. Hversu oft heldur þú að mér hafi ekki leiðst þetta og dottið í hug að hætta á síðastliðnum 30 árum. Vonbrigðin voru stundum djúp í gamla Alþýðuflokknum en þá var bara á bíta á jaxlinn og halda áfram...Það eru víst bara þeir sem hafa þetta úhald sem ná árangri í þessum bransa.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2007 kl. 09:51

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já sem betur fer fyrir mig og mína nánustu koma tímabil þegar pólitíski áhuginn víkur fyrir öðrum hlutum. Ef fólk passar sig ekki geta stjórnmál orðið að þráhyggju sem lýsir sér hjá sumum stjórnmálamönnum sem stöðugt pólitískt plott alveg laust við að tengjast áhuga og hagsmunum almennings.

Guðrún Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Skil þig vel. Stundum fær maður bara upp í kok, en þetta er samt svo hriklalega skemmtilegt og mikið af góðu fólki sem maður kynnist í gegnum pólitíkina. Ég hef ekki trú á öðru en að þú öðlist mikinn kraft fyrir lokasprettinn eftir landsfundinn um næstu helgi. Sjáumst sprækir þar. 

Magnús Már Guðmundsson, 8.4.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband