Leita í fréttum mbl.is

Spennandi súpufundur Þórs á morgun

ÞórÞar sem maður er á fullu í prófum, hefur maður haft lítinn tíma til að skrifa og annað, en aðeins tvo próf eftir þannig að þetta er alveg að hafast hjá manni. Hins vegar ætla ég að minna fólk sem statt er á Akureyri eða Eyjafjarðarsvæðinu á spennandi súpufund Þórs á morgun. Umræðuefni fundarins verður skýrsla hennar Þórdísar Lilju Gísladóttur ,, hagrænt gildi íþrótta í nútíma samfélagi", en gestir fundarins verða fulltrúar allra framboðana í Norðaustur kjördæmi. En fyrir hönd míns flokks, Samfylkingarinnar verður hún Lára Stefánsdóttir, en hún fyrir þá sem ekki vita skipar 3. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Aðrir gestir fundarins verða þau Kristján Þór Júlíusson sem skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðisflokks, Höskuldur Þórhallsson sem skipar 3. sætið hjá framsókn, Sigurjón Þ. Þórðarson 1. maður á lista frjálslyndaflokksins, Hörður Ingólfsson sem er oddviti Íslandshreyfingarinnar í kjördæminu og svo loks Dýrleif skjóldal sem skipar að ég held 3. sæti á lista VG. En nánar um súpufundinn má lesa á heimasíðu Þórs. En ég hvet alla til að mæta á þennan fund, en er skýrsla hennar Þórdísar mjög áhugaverð, og sýnir einnig vel þá óréttlætingu í tekjuskiptingu Ríkis og sveitarfélaga. Einnig á Þór hrós skilið fyrir þessa súpufundi, sem er skemmtileg viðbót við þjóðfélagsumræðunna. En enn og aftur hvet ég alla stjórnmálamenn á svæðinu að mæta, sem og þá sem hafa áhuga á íþróttum. ALLIR AÐ MÆTA. Súpufundurinn er klukkan 12:00 á morgun (fimmtudag) og er haldinn í félagsheimili Þórs.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband