Leita í fréttum mbl.is

Hin skynsama kona- og hinn blindni maður

Nú þegar styttast fer í kosningar fara skoðanakannanir að dynja enn meir á almenning, hið minnsta ein á dag. Og margar af þessum skoðanakönnunum sýna oft mismunandi niðurstöður, og fólk veltir því oft fyrir sér af hverju það sé? Ástæðan er nú oftast sú að fyrirtækin beita ólíkri aðferðafræði við gerð kannanna, og ýmis atriði þurfa að vera í lagi til þess að kannanir verði marktækar. En ég ætla þó ekki að skrifa grein um aðferðafræði fyrirtækjanna, heldur hvað það er sem er sameiginlegt með flestum könnunum. 

Það merkilega við þessar kannanir er hversu hátt hlutfall þátttakanda eru óákveðin, og mestur hluti af þeim sem eru óákveðin eru konur. Einhverjir finnast það veikleikamerki að vera óákveðin fyrir kosningar, og jafnvel sumir ganga það langt að segja að þetta sé týpískt fyrir konur að geta aldrei ákveðið sig. En ég held að þetta sé aðeins jákvætt að konur séu enn óákveðnar, því það sýnir að konur nota skynsemina og gagnrýna hugsun þegar þær velja sér hvaða flokk þær ætla að kjósa í vor. 

Það sýnir þroska og skynsemi að skoða málefni flokkanna með gagnrýnum augum í staðinn fyrir að elta leiðtoganna í blindni. En því miður virðist, sem stærsti hluti karlmanna sem ekki hafa þennan þroska til að líta á flokkanna gagnrýnum augum, og þá sérstaklega þá flokka sem þeir ætla að kjósa í vor. Ég rökræði mjög oft við unga sjálfstæðismenn, og ég spyr þá ávallt, af hverju kýst þú Sjálfstæðisflokkinn? En svo virðist vera að ég hafi verið að spyrja þá um tilgang lífsins, og þeir stara á mig heillengi og loksins kemur svarið, thja, ja, bara af því að afi og pabbi hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er öll gagnrýna hugsunin hjá mörgum ungum sjálfstæðismönnum. Í raun er þetta ekki einungis hjá ungum sjálfstæðismönnum, heldur líka framsóknarmönnum, svo virðist vera að ungir karlmenn kjósi þessa tvo flokka einungis vegna þess að afi og pabbi hafi kosið þá. Einnig er flokkshollusta hve mest hjá Sjálfstæðisflokknum, og karlmenn eru hve hliðhollastir Sjálfstæðisflokknum. En núna hefur Sjálfsstæðisflokkur verið við völd í 16 ár, og 12 ár með Framsókn, og ef lítið er á ástandið í dag þá er verðbólga ca. 5,9%, stýrivextir 14,25%, viðskiptahalli nærri því 19% af landsframleiðslu og ójöfnuður aukist mjög, og ég spyr þá, eru sjálfsstæðismenn virkilega ánægðir með þetta umhverfi? Og það er mjög merkilegt að þrátt fyrir slaka hagstjórn flokkanna, þá eru menn samt sem áður hliðhollir sjálfsstæðisflokknum. Ég tel því miður, að margir fylgismenn sjálfsstæðisflokks og þá sérstaklega karlmenn séu eins og blindir kettlingar sem elta foringjanna hvert sem er, og ef þeir rekast á vegg, þá halda þeir samt áfram að elta. Merkilegt, ekki satt? 

Oft er sagt að konur séu menn, en menn eru samt engar konur, í þessu tilviki því miður. Ég vildi nú að fleiri karlmenn tækju konur sér til fyrirmyndar og tækju sinn tíma til að líta flokkanna gagnrýnum augum, vega og meta málefni flokkanna, og taka síðan ákvörðun byggt á mati þeirra.Stjórnmálafræðingar hafa oft sagt að sá flokkur sem nær konum á sitt band, mun ná langt í kosningunum, eða má kannski segja að sá flokkur sem nær til þeirra skynsömu mun vegna vel í kosningunum. Reyndar hefur komið í ljós að konur kjósi frekar til vinstri, og því eru þær ekki aðeins skynsamari en karlar hvað varðar að ákveða flokk, heldur eru þær oftar en ekki skynsamari í kosningaklefanum. Ég er því ekki hræddur um kosningarnar þann 12. maí, því ég veit að þau óákveðnu velja það skynsamasta að þeirra mati, og meir get ég ekki beðið um. Ég vona því að menn verði konur hvað kosningahegðun varðar þann 12. maí næstkomandi. 

Góðar stundir, 

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Góður

Páll Jóhannesson, 28.4.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já ef greining þín er rétt er það gott fyrir Samfylkinguna - sem er oft gagnrýnd fyrir að vera of skynsöm, vera með of ítarlega stefnu því það nenni enginn lengur að hugsa um stjórnmál. Vonandi er það rangt því stjórnmál eru bara lífið sjálft - nennir þá enginn að hugsa um sín mál yfirhöfuð? Það er vonandi að hinar hugsandi konur sem nenna að lesa stefnur eins og Fagra Ísland, Unga Ísland, Jafnvægi og framfarir og Nýja atvinnulífið - rúli á Íslandi eftir kosningar!

Guðrún Helgadóttir, 29.4.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband