Leita í fréttum mbl.is

Íþróttir eru víst þjóðfélagslega hagkvæmar!

Michael JordanÉg tel mig mjög heppinn að hafa fengið að alast upp við íþróttir, maður spilaði lengi vel körfuknattleik og æfði knattspyrnu til að halda sér í formi yfir sumartímann. Þegar ég var ekki á æfingum, þá fór allur tíminn í að spila körfuknattleik við félagana. Ég tel að íþróttir hafi gert mig að betri manneskju, og í þeim lærði maður að spila saman í liði, sem er mikilvægt í pólitíkinni. Einnig var það þessi sigurvilji sem rak mann áfram, og maður hugsaði alltaf sem sigurvegari, og maður gerir það ennþá í dag. Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna, þá eiga íþróttir stóran þátt í lífi manns. Þó ég spili ekki jafn oft körfuknattleik, eða knattspyrnu, fer mikill tími hjá manni að horfa á þessar íþróttir, og pæli daglega í þeim, og síðan er ég það heppinn að hafa fengið að skrifa um leiki Þórs í körfunni í vetur. Ég hef lengi trúað því að íþróttir séu þjóðfélagslega hagkvæmar, og talið aðra trú um að íþróttir geri börnum okkar að betri þjóðfélagsþegnum. En því miður hef ég ekki geta sýnt fram á það í tölum, en það breyttist í dag.

Í gær (Föstudag) fór ég á mjög merkilegan fyrirlestur hjá fyrrverandi afrekskonunni Þórdísi Gísladóttir, en hún hélt fyrirlestur um hagrænt gildi íþrótta í Íslensku nútíma samfélagi. En þessi fyrirlestur er unninn úr master ritgerðinni hennar, og má segja að þessi fyrirlestur og ritgerð hennar marki þáttaskil í umræðu um íþróttir, enda kom margt merkilegt í ljós. Margir gera sig ekki grein fyrir hversu stór Íþróttahreyfingin er, en hún samanstendur af 157.372 félagsaðildum, 117.645 félagsmenn og 69.153 iðkendur. Og það kom ekki á óvart að 64% af stelpum á aldrinum 10-14 ára stunda íþróttir, en sú tala fellur niður í 33% á aldrinum 15-19. Sama þróun á við hjá okkur strákunum, en 70% stráka á aldrinum 10-14 ára stunda íþróttir en sú tala fellur niður í 47% á aldrinum 15-19 ára. Þetta mikla brottfall þurfum við að skoða betur, og finna lausnir. Hins vegar voru gleðifréttirnar þær að íþróttaiðkun eykst aftur hjá aldrinum 40-60 ára, en þar á golf íþróttinn mikinn þátt í þeirri aukningu.

En ef við höldum áfram að kryfja íþróttahreyfinguna niður, þá tilheyra 354 félög íþróttahreyfingunni, 513 deildir, 25 sérsambönd, 9 nefndir, 2 landssamtök og 27 íþróttabandalög og héraðsbandalög. Og flestir starfsmenn íþróttahreyfingarinnar eru sjálfboðaliðar. Margir gera sér ekki í hugarlund, hversu mikla vinnu þessir sjálfboðaliðar leggja á sig, og hreinlega fórna sér til þess að halda íþróttahreyfingunni gangandi. En það er talið að sjálfboðaliðarnir nái u.þ.b. 16.595 manns, og ef reiknað vinnuframlag þessa fólks, þá eru það 2 miljónir klukkustunda á ári, 250.000 ársverk og 995 dagsverk. Og Þórdís reiknaði virði vinnunnar sem fólkið vinnur í sjálfboðavinnu, og miðar við grunnskóla taxta, þá er áætlað að virði sjálfboðaliða í stjórnum og nefndum séu 4 miljarðar. Og heildarvirði sjálfboðastarfs innan íþróttahreyfingarinnar er metið á 7-8 miljarða króna, takk fyrir.

Einnig kom það í máli Þórdísar að sveitarfélög eru með 95% eða tæpa 9 miljarða af framlögum til íþrótta - og æskulýðsstarfs, á meðan ríkið sé aðeins með 5% sem gera tæpar 431 milljón króna. Því eru útgjöld sveitarfélaga til íþrótta og æskulýðsstarfs þriðji stærsti útgjaldaliður sveitarfélaga. En þegar er rýnt bakvið þessar tölur sést að stærsti hlutinn fer í rekstur sundlauga, leikvalla, íþróttahúsa eða 50%, 16% fer í æskulýðsmála, 8% renna til félagsmiðstöðva og 20% renna þá sem styrkir til íþrótta og æskulýðsstarfa, og því væri nærri lagi að segja að 2,2 miljarðar renni til íþrótta og æskulýðsstarfs en ekki 9 miljarðar. Það sem kom mér kannski mest á óvart voru tekjur hins opinbera af íþróttatengdu starfi. En í máli Þórdísar kom fram að tekjur hins opinbera sé um 5,3 miljarðar. En þessir 5,3 miljarðar koma til vegna tekna sundlauga, skatta á launum íþróttakennara, virðisaukaskatt af smá vöru og leigu vegna íþróttasala. En Þórdís sleppir mörgum hlutum, og því er líklegra að félögin skili meir heldur en útgjöld sveitarfélaganna. Þessir 5,3 miljarðar þekja 64% af útgjöldum sveitarfélaga til íþrótta - og æskulýðsstarfs. En samt sem áður fá sveitarfélögin ekki tilbaka í samræmi við þau útgjöldin sem þau leggja til, því ríkið tekur mestan hluta af þessum 5,3 miljörðum króna, þrátt fyrir að eyða miklu minna til þessa málefnis en sveitarfélögin. Þetta tel ég nú mjög ósanngjarnt, og þetta þarf að laga sem fyrst.

Það hefur oft verið talað um að íþróttir hafa mikið forvarnargildi, og í fyrirlestri Þórdísar kemur það bersýnilega í ljós, og þá mikli sparnaður sem íþróttir eru  fyrir samfélagið. Samkvæmt Þórdísi er neikvætt samband milli reykinga og íþróttaiðkunar, þ.e. eftir því sem þú iðkar oftar, því minna reykir þú. En hún kemur að þeirri niðurstöðu að 97,7% af þeim sem æfa fjórum sinnum eða oftar í viku reykja ekki, eða minna en daglega. 93% af þeim sem æfa 2-3 sinnum í viku rekja ekki, eða minna en daglega og 91,1% af þeim sem æfa einu sinni í viku reykja ekki, eða minna en daglega. Sama má segja um íþróttaiðkun og áfengisneyslu, 90,3% af þeim sem æfa 3-4 sinnum í viku drekka ekki, 80% af þeim sem æfa 2-3 sinnum í viku drekka ekki heldur og 79,2% þeirra sem æfa 1 sinni í viku drekka ekki. Sömu tengsl eru á milli hass neyslu og iðkunar. Þórdís reiknaði þjóðfélagslegan sparnað íþrótta, og reiknaði hún kostnað vegna  vímuefna meðferðar einstaklings, og sýnir hún tvær leiðir, önnur eru stuðlar, en kostnaðurinn við það er 2.982.053 kr. fyrir einstakling, hinn kosturinn er götusmiðjan og kostnaðurinn við það er 1.744.275 kr pr. einstakling. En kostnaður við ungling vegna íþrótta í Reykjavík er um 17.209 kr, en 28.937 kr í Kópavogi, og ástæðan fyrir því að kostnaðurinn er hærri í Kópavogi er sá að Kópavogur greiðir niður íþróttagjöld en ekki Reykjavík.

Samkvæmt þessu sýnist mér og fleirum að Íþróttir séu þjóðhagslega hagkvæmar og þær skila öllu því sem þær fá frá hinu opinbera aftur til samfélagsins. Og síðan megum við ekki heldur gleyma því vinnuframlagi sem fólk vinnur í sjálfboðavinnu, og við megum vera þakklát fyrir að til sé fólk sem er reiðubúið að vinna fyrir félög án þess að taka við launum, þrátt fyrir að oft sé þetta 100% vinna. Og því tel ég nauðsynlegt að við hlúum að þessu enn betur, enda íþróttir ein af uppeldisstöðvum barna okkar, ekki satt?

 kv,

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég tek undir þetta með þér - loksins var manni sýnt svart á hvítu það sem maður hefur haldið í gegnum árin - íþróttir eru þjóðhagslega hagkvæmar. Fyrirlestur Þórdísar var tær snild og greinilegt að hún hefur lagt mikla vinnu í þetta. Skora á alla að kynna sér þetta. 

Páll Jóhannesson, 21.4.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband