Leita í fréttum mbl.is

Landsfundur búinn-Alvaran tekin við

Þá er helgin búinn og hversdagsleikinn tekinn við. En um helgina skrapp maður suður til Reykjavíkur á Landsfund Samfylkingar. Lagt var eldsnemma á föstudagsmorgni til að ná málefnavinnu sem átti að hefjast klukkan 13:00 í Egilshöll, og vorum við komnir um hálf eitt í bæinn. Málefnavinnann gekk ágætlega, og var ég í hóp sem fjallaði um ábyrga efnhagsstefnu og síðan nýtt atvinnulíf, en þeim hópi stjórnuðu þeir félagar Ágúst Ólafur Ágústsson og Einar Már Sigurðarsson. Reyndar var ég nokkuð rólegur, og leyfði öðrum um að tjá sig, þar sem ég var fyrir fundinn sammála þeirri stefnu sem Samfylkingin hefur lagt fram í efnahagsmálum. Loks um klukkan 16:00 setti formaðurinn Ingibjörg Sólrún fundinn formlega settan, og var ræðan hennar nokkuð góð, eins og fyrri daginn. Eftir henni stigu síðan Mona Sahlin og Helle Thorning -Schmidt á stokk, og fluttu áhugaverðar ræður, en mér fannst þó Dagur B. Eggertsson sló þó í gegn, þar sem hann virtist hafa náð í sitt kvenlega innsæi þegar hann var að þýða. Síðan fór maður til hennar Helgu í Dunhaga um klukkan 21:20 eða svo, enda þurfti maður að vakna snemma á laugardagsmorgunin.

Laugardagsmorgunin var tekinn snemma, enda var maður mættur um klukkan 09:00 í Egilshöllina, en á laugardeginum var farið yfir skýrslu formanns Framkvæmdarstjórnar, reikninga gjaldkera, síðan var kosið til ritara flokksins, en Helena Karlsdóttir mun starfa áfram sem ritari, einnig var kosið til gjaldkera. Loks var kosið til Framkvæmdarstjórnar, og þar var t.a.m. hann Magnús Már kjörinn inn, og vil ég hér með óska honum til hamingju með það, enda topp maður þar á ferð, en ásamt honum voru þau Margrét Gauja, Anna Guðnadóttir, Eva Kamilla, Helgi Pétursson og Eggert Herbertsson einnig kjörin, og vil ég einnig óska þeim velfarnaðar. Það var einnig kosið til flokksstjórnar. Síðan var samþykkt ályktanir og nokkur skemmtiatriði, eins og t.d. Baggalútur og Sprengihöllin stigu á stokk. Loks voru þau Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur endurkjörin Formaður og varaformaður flokksins, sem kom engum á óvart. Loks sleit síðan Ingibjörg landsfundnum um klukkan 18:00.

Verðandi ÞingmennUm kvöldið var síðan haldið lokahóf á Grand Hótel, og byrjaði sú skemmtun um klukkan 20:00. Komu nokkuð góð skemmtiatriði, t.d. Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tróðu upp með virkilega góðum árangri, sem var bara hrein snilld. En mér fannst þó Magga Stína koma hvað mest á óvart bæði á Landsfundinum og síðan á skemmtuninni um kvöldið. Á landsfundinum spurði gamall þingmaður hana spurningar, sem hún svaraði með stakri snilld. En um kvöldið kom hún  skemmtilega á óvart, ég þóttist halda að hún væri sá frambjóðandi sem ég þekkti best til, en svo var ekki. Hún var heldur betur ein af stjörnum kvöldsins, og ég segi það alveg hlutlaust. Magga Stína sýndi um kvöldið að hún kynni að syngja, allavega syngur hún betur en ég, sem er reyndar ekki talið erfitt, og síðan er konan greinilega mikill grínisti, sem ég vissi reyndar fyrir, en þetta atriði hennar kom skemmtilega á óvart, og hver veit nema að hún taki atriðið sitt aftur við tækifæri. Hún mun kannski syngja þetta lag, ef hún kemst inn á þing eftir kosningar 12. maí. 

Ég hins vegar vildi að ég hefði getað skemmt mér eins vel og flestir aðrir, en því miður gat ég ekki notið landsfundarins, og lokahófsins eins vel og ég hefði óskað mér. Undanfarna tvo til þrjá mánuði hef ég átt í miklum vandræðum innvortis, sem erfitt er að útskýra hér, nema að ég á erfitt með að kyngja mat, sem og oft að halda honum niðri. Ég var því mjög slæmur innvortis um helgina, og ef einhverjum finnst ég hafa verið fúll eða eitthvað svoleiðis, þá er það einungis út af verkjum, engu öðru. Ætla í þetta eina skipti að skrifa um mitt líkamlega ástand, til að fyrirbyggja allan misskilning. En næsti Landsfundur er eftir tvö ár, þannig að vonum að ég verði betur upplagður, en núna er að styttast í kosningar, og við verðum öll að leggjast á við eitt, því við þurfum að fella ríkisstjórnina.

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Frábær fundur og Magga Stína fór á kostum, ótrúlega skemmtileg og klár stelpa.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband