Leita í fréttum mbl.is

Á ferð og flugi

Í dag sótti ég mjög áhugaverðan og skemmtilegan fund á Grand hótel sem bar yfirskriftina ,, jafnvægi og framfarir- ábyrg efnahagsstefna". Ég mætti ferskur rétt yfir átta leytið í morgun, enda átti fundurinn að byrja klukkan 8:30. Þegar ég mætti á svæðið, þá sá ég fólk í einum fundarsalnum, og taldi mig vera á hárréttum stað, en þegar ég kom inn í salinn, var mér fljótt snúið við, og sagt að fjármálaráðuneytið væri með fund í þessum sal, og þeir vildu víst ekki leyfa mér að fræða þá um ábyrgð í ríkisfjármálum og annað. En þegar ég fékk loks að vita hvaða sal þessi morgunfundur ætti að vera, beið ég nú bara rólegur eftir að hún MaggaStína mætti á svæðið, til að leiða mig í gegnum alla þessa þekktu þingmenn og aðra stjórnmálamenn sem mættu á fundinn. Eftir að við fundum sæti, þá biðum við bara eftir að fundurinn myndi byrja. Samfylkingin dreifði ritinu ,, jafnvægi og framfarir-ábyrgð efnahagsstefna", og Jón Sigurðusson frv. ráðherra og seðlabankastjóri kynnti niðurstöður ritsins, enda var Jón ritstjóri ritsins. Niðurstöður ritsins komu nú kannski ekki á óvart, enda hefur því miður ríkisstjórnin ekki staðið sig nógu vel í ríkisfjármálum eins og maður vildi, en ég á örugglega eftir að skrifa nánar um það síðar. Hins vegar á Jón Sigurðsson og hans fólk sem vann við ritið hrós skilið, enda var ritið vel unnið. Síðan þegar erindi Jóns Sigurðssonar lauk, þá tóku pallborðsumræður við, og þar sátu þau Jón Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún undir svörum, auk þess sátu Hörður Arnarsson forstjóri Marel og Þóra Helgadóttir hagfræðingur í greiningardeild Kaupþings. Kom margt fróðlegt upp í þeim umræðum, enda er Hörður og Þóra afar fær á sínu sviðum. Fundarstjóri var síðan Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingar, og stóð hann sig mjög vel, enda var ekki búist við neinu öðru. En til að gera langa sögu stutta, þá var þetta mjög góður fundur og ég sé ekki eftir því að ferðast til Reykjavíkur, bara til þess að fara á þennan fund.

En þegar fundi lauk, þá var stefnan sett á vesturbæinn, og vil ég hér með þakka MögguStínu fyrir að gefa sér tíma til að skutla mér í vesturbæinn, enda algjör snillingur þar á ferð. En í hágdeginu, fór ég og Helgi vinur minn á Subway, og síðan eyddi ég mest öllum deginum heima hjá honum, þar sem við horfðum á þátt af Band of Brothers, snilldar þættir by the way. En ég átti síðan flug klukkan 18:30, en því seinkaði til klukkan 18:55, en í raun fór síðan flugvélin ekki fyrr en 19:10 eða svo í loftið, þannig að ég kom heim til Akureyrar um klukkan 20:00. Vil ég hér með þakka Helgu og Tedda fyrir gistinguna, og einnig þakka ég Helga fyrir móttökurnar i dag.

En Reykjavík er þó ekki alveg laus við mig, en ég fer á morgun (fimmtudag) í skólann, en síðan á föstudaginn mun ég snúa aftur til höfuðborgarinnar. En um næstu helgi verður Landsfundur Samfylkingar haldin, og verður þetta fyrsti Landsfundurinn minn, og vonandi ekki sá síðasti, enda er ég orðinn þvílíkt spenntur að fara á Landsfundinn. Ég og faðir minn munum leggja sko snemma af stað á föstudagsmorgun eða nánar tiltekið klukkan 08:00 um morgunin, enda viljum við ekki missa af miklu á Landsfundinum.

 

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Dugnaðurinn í þér að skreppa suður. Frábært að fá upplýsingar um fundinn samdægurs ásamt skjalinu á vef Samfylkingarinnar. Búin að skanna það og hlakka til að lesa betur.

Lára Stefánsdóttir, 12.4.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Kári Sölmundarson

Sæll Frændi, við verðum þá báðir á landsfundum um helgina, að vísu í sitthvoru íþróttahúsinu.

Kári Sölmundarson, 12.4.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er gott og hollt að skanna greininguna sem Jón ritstýrir, þetta eru nefnilega eitt af því leiðinlegasta sem ég geri og hleyp alltaf yfir svona lesningu í blöðum. En núna lét ég mig hafa það eftir að hafa setið frábæran fund með Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri í gærkvöldi á Akranesi.

Baráttukveðjur og góða ferð suður.

Edda Agnarsdóttir, 12.4.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband