9.2.2007 | 17:43
Á leiðinni suður
jæja þá er helgin framundan, og margir komust í lang þráð helgarfrí í dag, reyndar var ég kominn í helgafrí í gær. En allavega, margir fara eflaust út að skemmta sér í kvöld, enda alltaf nóg að gera á Akureyri. Hins vegar ætla ég að stinga af, og fara suður yfir heiðar og heimsækja höfuðborg landsins. En sú ferð krefst ávallt mikils hugrekkis að fara til höfuðborg óttans. En síðast þegar ég fór suður, þá var maður undir verndarvæng Möggu og Valdísar, en í þetta skipti þarf maður að treysta á sjálfan sig. Ég mun núna gista hjá þeim Helga og Áslaugu í Sólvallargötunni, því ég ætla ekki að lenda í því aftur að þurfa að bíða í klukkutíma eftir taxa til þess að komast í Breiðholtið fimm um morguninn. Maður lærir á reynslunni. Þar sem maður er formaður ungra jafnaðarmanna á Akureyri í fjarveru Valdísar, þá ætlar maður að skreppa á fund á laugardaginn frá klukkan 10 -16. Það gæti jafnvel verið að maður kíkji síðan seinna um kvöldið á ölstofu suðursins, aldrei að vita. En allavega fer ég í kvöld með flugi suður og kem aftur heim á sunnudagsmorgni.
En í lokin vil ég óska liðsmönnum Röskvu tilhamingju með árangurinn sem þau náðu í gærkvöldi. En þau náðu meirihluta í stúdentaráði HÍ, og náðu þar fimm mönnum inn á meða Vaka náði fjórum en Háskólalistinn fékk engan mann inn, en í fyrra fékk hann einn mann inn. Ég man þegar ég var í HÍ, að það var mikið um að vera í skólanum þegar styttast fór í kosningar. Svona stúdentapólitík þyrfti að vera til á Háskólanum á Akureyri, því það eru mörg málefni sem við nemendur þyrftum að berjast fyrir. En sem komið er hefur því miður verið lítill áhugi verið fyrir svona stúdentapólitik í HA. En vonandi með tímanum eigi það eftir að breytast, því það eru nefnilega margir hæfileikaríkir pólitíkusar í HA.
kv,
Sölmundur Karl Pálsson
Athugasemdir
Tvö blogg með stuttu millibili....það er allt hægt!
Einar Haf (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.