Leita í fréttum mbl.is

Sáttur með mína menn

Þá er vikan hjá mér að alveg klárast, aðeins einn dagur eftir og þá er maður kominn í helgarfrí, já, segja síðan að háskólalífið sé ekki þæginlegt Wink. En allavega eftir smá slappleika síðustu daga, dreif ég mig loks aftur í skólann, en sem betur fer var þetta stuttur dagur. Fór fyrst í Aðferðafræði 0273, fínasti tími, tölfræði ávallt skemmtileg. Síðan fór maður á félagsvísindatorg, þar sem Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor flutti fyrirlestur um fjölmenningu og sjálfbæra þróun og menntastefnu. Mjög fróðlegur fyrirlestur. En fyrir þá sem ekki vita er Ingólfur Ásgeir prófessor og brautarstjóri framhaldsnáms við kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Nú er ég sko ánægður með forystumenn míns flokks, en í dag kynntu forystumenn flokksins á blaðamannafundi í dag nýja stefnumótun flokksins í atvinnumálum. Samfylkinginn vill breyta um áherslu í atvinnumálum, og hverfa frá stóriðju og styðja frekar við bakið á sprotafyrirtækjum. Þeir sem hafa lesið greinar eftir mig, eða gamla bloggið mitt vita að ég hef aldrei verið það mikill aðdáandi stóriðjustefnunnar. Og núna kemur loksins flokkurinn minn með fína stefnu í atvinnumálum. Markmið þessarar stefnu í atvinnumálum á að stuðla að tíföldun á útflutningsvirði hátæknifyrirtækja á Íslandi, fimmföldun á fjöldi sprotafyrirtækja, skapa 5000 ný störf í hátæknigeiranum og 20 ný hátæknifyrirtæki hafi náð milljarði króna í ársveltu eða skráð á hlutabréfamarkað á Íslandi. Leiðin sem Samfylkingin ætlar að nota til að ná þessum markmiðum er að fjórfalda framlag í Rannsóknarsjóð og tækniþróunarsjóð á næstu fjórum árum. Einnig ætla þau að breyta tekju- og eignaskatti til að heimila skattaívilnanir sem örva fjárfestingu einstaklinga í sprotafyrirtækjum. Heimila endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaði og bjóða út upplýsingatækni og hugbúnaðarvinnu á vegum hin opinbera, sé eitthvað sé nefnt. En án gríns, þá er þetta nánast eins og tala út úr mínum munni. Ágúst Ólafur, Katrín Júlíusdóttir, Ingibjörg Sólrún og allt fólkið sem vann þessa undirbúningsvinnu á hrós skilið. 

En að lokum ætla ég að minna fólk á góðan þátt sem er sýndur klukkan 20:30 á Skjá einum. En þátturinn heitir Out of Practice, og er algjör snilld. Er frá sömu framleiðendum og gerðu Fraiser þættina, enda voru þeir þættir líka tær snilld. En ég mæli eindregið með að fólk horfi á þessa þætti, góð upphitun fyrir þá sem horfa á modelu þáttinn sem er á eftir Out of Practice klukkan 21:00.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú segir það...sprotafyrirtæki er sjálfsagt ekki verra en hvað annað, enda þurfa allir á góðum sprota að halda á þessum síðustu og verstu tímum. Spyrjið bara Harry Potter.

Einar Haf (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband