Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdagur.......

Þennann dag árið 1958 fæddist strákur á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. En þessi strákur sem er reyndar orðinn maður í dag heitir Páll Jóhannesson, og er sá ágæti maður, faðir minn. Já, takk fyrir, kallinn er orðinn 49 ára í dag. Fyrir þá sem ekki vita, þá skipar hann einnig 16. sætið á lista Samfylkingarinnar í norð- austur kjördæmi, þurfti að koma þessu að Wink.

En það er ekki aðeins afmælið hans sem verður fagnað í dag, en fyrir 25 árum gengu móðir mín og faðir í hjónaband, og munu því fagna silfurbrúðkaupi í dag, að ég held. Það eru ekki allir sem ná að vera giftir í heil 25 ár, og sumir hafa ekki þá þolinmæði að vera í hjónabandi að það endar það oftar en ekki með skilnaði. Sérstaklega hjá hinu svokallaða ,,fræga" fólki, en á þeim bæ þykir gott að halda úti hjónabandi í nokkra mánuði eða jafnvel bara í nokkrar vikur.

En annars vil ég bara senda föður mínum hamingjuóskir með afmælið, og einnig sendi ég þeim hjónum, móður minni og föður hamingjuóskir með brúðkaupsafmælið.  


Á leiðinni suður

jæja þá er helgin framundan, og margir komust í lang þráð helgarfrí í dag, reyndar var ég kominn í helgafrí í gærWizard. En allavega, margir fara eflaust út að skemmta sér í kvöld, enda alltaf nóg að gera á Akureyri. Hins vegar ætla ég að stinga af, og fara suður yfir heiðar og heimsækja höfuðborg landsins. En sú ferð krefst ávallt mikils hugrekkis að fara til höfuðborg óttans. En síðast þegar ég fór suður, þá var maður undir verndarvæng Möggu og Valdísar, en í þetta skipti þarf maður að treysta á sjálfan sig. Ég mun núna gista hjá þeim Helga og Áslaugu í Sólvallargötunni, því ég ætla ekki að lenda í því aftur að þurfa að bíða í klukkutíma eftir taxa til þess að komast í Breiðholtið fimm um morguninn. Maður lærir á reynslunni. Þar sem maður er formaður ungra jafnaðarmanna á Akureyri í fjarveru Valdísar, þá ætlar maður að skreppa á fund á laugardaginn frá klukkan 10 -16. Það gæti jafnvel verið að maður kíkji síðan seinna um kvöldið á ölstofu suðursins, aldrei að vita. En allavega fer ég í kvöld með flugi suður og kem aftur heim á sunnudagsmorgni.

En í lokin vil ég óska liðsmönnum Röskvu tilhamingju með árangurinn sem þau náðu í gærkvöldi. En þau náðu meirihluta í stúdentaráði HÍ, og náðu þar fimm mönnum inn á meða Vaka náði fjórum en Háskólalistinn fékk engan mann inn, en í fyrra fékk hann einn mann inn. Ég man þegar ég var í HÍ, að það var  mikið um að vera í skólanum þegar styttast fór í kosningar. Svona stúdentapólitík þyrfti að vera til á Háskólanum á Akureyri, því það eru mörg málefni sem við nemendur þyrftum að berjast fyrir. En sem komið er hefur því miður verið lítill áhugi verið fyrir svona stúdentapólitik í HA. En vonandi með tímanum eigi það eftir að breytast, því það eru nefnilega margir hæfileikaríkir pólitíkusar í HA.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson 

 


Sáttur með mína menn

Þá er vikan hjá mér að alveg klárast, aðeins einn dagur eftir og þá er maður kominn í helgarfrí, já, segja síðan að háskólalífið sé ekki þæginlegt Wink. En allavega eftir smá slappleika síðustu daga, dreif ég mig loks aftur í skólann, en sem betur fer var þetta stuttur dagur. Fór fyrst í Aðferðafræði 0273, fínasti tími, tölfræði ávallt skemmtileg. Síðan fór maður á félagsvísindatorg, þar sem Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor flutti fyrirlestur um fjölmenningu og sjálfbæra þróun og menntastefnu. Mjög fróðlegur fyrirlestur. En fyrir þá sem ekki vita er Ingólfur Ásgeir prófessor og brautarstjóri framhaldsnáms við kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Nú er ég sko ánægður með forystumenn míns flokks, en í dag kynntu forystumenn flokksins á blaðamannafundi í dag nýja stefnumótun flokksins í atvinnumálum. Samfylkinginn vill breyta um áherslu í atvinnumálum, og hverfa frá stóriðju og styðja frekar við bakið á sprotafyrirtækjum. Þeir sem hafa lesið greinar eftir mig, eða gamla bloggið mitt vita að ég hef aldrei verið það mikill aðdáandi stóriðjustefnunnar. Og núna kemur loksins flokkurinn minn með fína stefnu í atvinnumálum. Markmið þessarar stefnu í atvinnumálum á að stuðla að tíföldun á útflutningsvirði hátæknifyrirtækja á Íslandi, fimmföldun á fjöldi sprotafyrirtækja, skapa 5000 ný störf í hátæknigeiranum og 20 ný hátæknifyrirtæki hafi náð milljarði króna í ársveltu eða skráð á hlutabréfamarkað á Íslandi. Leiðin sem Samfylkingin ætlar að nota til að ná þessum markmiðum er að fjórfalda framlag í Rannsóknarsjóð og tækniþróunarsjóð á næstu fjórum árum. Einnig ætla þau að breyta tekju- og eignaskatti til að heimila skattaívilnanir sem örva fjárfestingu einstaklinga í sprotafyrirtækjum. Heimila endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaði og bjóða út upplýsingatækni og hugbúnaðarvinnu á vegum hin opinbera, sé eitthvað sé nefnt. En án gríns, þá er þetta nánast eins og tala út úr mínum munni. Ágúst Ólafur, Katrín Júlíusdóttir, Ingibjörg Sólrún og allt fólkið sem vann þessa undirbúningsvinnu á hrós skilið. 

En að lokum ætla ég að minna fólk á góðan þátt sem er sýndur klukkan 20:30 á Skjá einum. En þátturinn heitir Out of Practice, og er algjör snilld. Er frá sömu framleiðendum og gerðu Fraiser þættina, enda voru þeir þættir líka tær snilld. En ég mæli eindregið með að fólk horfi á þessa þætti, góð upphitun fyrir þá sem horfa á modelu þáttinn sem er á eftir Out of Practice klukkan 21:00.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Kominn á mbl

Eftir miklar vangaveltur þá hef ég ákveðið að feta í fótspor annara og ætla að byrja að blogga hér á mbl. Mun maður reyna að vera virkari við að blogga en ég hef áður verið. En hvað með það.

Þá er búið að selja enn eitt enska knattspyrnuliðið, og í dag var það Liverpool sem urðu fórnarlömb erlendra fjárfesta. Bandarísku kaupsýslumennirnir George Gillet og Tom Hicks festu í dag kaup á Liverpool á 470 milljónir punda eða 63 miljarða króna takk fyrir. En reyndar fara eitthvað af þessum peningum í að byggja nýjan völl, en samt sem áður, að kaupa sér knattspyrnulið á einhverjar 63 miljarða, er ekki allt í lagi? Ég spyr bara, hvar er manngæskan? Ég hef ekkert á móti því að menn eigi nóg af peningum, en réttlætir það þegar menn vita ekki aura sinna tal að kaupa sér heilt knattspyrnulið bara til að leika sér? Veit svo sem ekkert hvort þessir ágætu menn ætli sér sömu leið og Roman Ambromovic. En það eina sem ég spyr, af hverju eyða þeir ekki peningum sínum frekar í að hjálpa samborgurum sínum sem minna mega sín frekar en að leika sér. Ef þessir menn vilja leika sér í að stjórna knattspyrnuliði, gætu þeir alveg gert bara eins og ég hef gert undanfarin ár. Farið út í búð og fest kaup á tölvuleik sem heitir FootballManager, þar getur maður leikið sér með knattspyrnulið eins og manni listir og eyðir bara um 3.000 krónum.

Jæja, ég var að átta mig á hversu skrítin ég er að verða, eða hvort það er þroski, veit það bara ekki. En ég ákvað að sleppa því að horfa á landsleik Brasílíu og Portúgal á Sýn, en horfði frekar á Veronicu Mars. Reyndar nenni ég aldrei að horfa á Brasílíu nema þegar Ronaldhino sé að spila með, en þar sem hann var meiddur ákvað ég að sleppa að horfa á leikinn. Reyndar það eina skrýtna við mig er að ég horfi reyndar alltaf á Veronicu Mars og Síðan Close to home. Reyndar kom þessi vani þegar ég bjó í Reykjavík, þar sem ég hafði hvorki stöð 2 né sýn, og eftir að hafa horft á þessa þætti einu sinni get ég ekki brotið upp hefðina sem er komin.

Annars kveð ég í bili

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband