20.3.2007 | 17:16
Maðurinn á bak við tjöldin
Spaugstofan hefur oft gert grín af ýmsum hlutum, og ávallt eru þeir fyndnir, þó misjafnlega, en þeir munu þó aldrei toppa fyrstu ár sín, sem voru auðvitað ekkert annað en snilld, sérstaklega þegar Laddi var með þeim. Mér finnst þó einn sketch hjá þeim dálítið sérstakur, en það er sketchin ,,maðurinn á bak við tjöldin, þeir sem horfa á spaugstofuna vita hvað ég er að tala um. En núna, þar sem kosningar eru að hefjast þá hef ég verið að hugsa um akkúrat þetta síðustu daga. Í öllu flokkastarfi er viss hópur sem þarf að skipa framvarðarsveit en hinir verða að vera bakvið tjöldin og styðja framvarðasveitina.Í stjórnmálum er þessi bakvarðasveit, mjög mikilvæg, og ef flokkur er með góða bakvarðasveit, þá skilar það sér oftast í sigrum. Flestir þeir sem hafa áhuga eða starfa eitthvað í stjórnmálum dreyma oft um að verða í eldlínunni, og þar er ég sjálfssagt enginn undantekning. En ég er hins vegar ekki að vinna í stjórnmálum, einungis til þess að koma sjálfum mér á framfæri, eða af einhverrji valdafíkn. Ég eins og margir, höfum einhverja hugsjón, sem ég vil koma á framfæri, og mér er nokkurn vegin sama hvort ég kem með minni hugsjón sjálfur á framfæri eða einhver annar komi með hugsjónina mína á framfæri.
Við erum gædd ólíkum eiginleikum, og enginn er eins, og því hef ég á síðustu vikum verið að velta því fyrir mér, hvort hlutverkið ég myndi fá í stjórnmálum. Ég hef ekki persónutöfranna hans John F. Kennedys eða Bill Clintons. Ég er kannski ekki jafn ákveðinn og Ingibjörg Sólrún eða Davíð Oddson, en ég er heiðvirtari en Richard M. Nixon, en það verða víst aðrir að dæma um það.En ég get víst ekki borið mig saman við þetta fólk, þar sem þau eru allt öðrum eiginleikum gædd en ég. Ég byggi mína hugmyndafræði á John F. Kennedy og Bill Clinton, síðan er ég auðvitað í sama flokki og Ingibjörg. En ástæðan fyrir því að ég nefni þetta fólk til sögunnar, er sú að þau hafa skapað sögunna, reyndar mismikið, Ingibjörg og Davíð hafa skrifað nöfn sín í Íslandssöguna, en hinir þrír hafa skrifað nöfn sín í sögu BNA og heimssöguna. Í allri þessari upptalningu á þessu merka fólki,gleymi ég að telja allt það fólk sem er á bakvið þessa merku leiðtoga, reyndar ef ég ætlaði að skrifa um alla þá sem stóðu hvað næst þessum leiðtogum, væri ég kominn með góða ritgerð. En bak við hvern leiðtoga er ávallt gott fólk, fólk sem trúir á leiðtogann og hugsjónir sínar, þetta fólk er fólkið bak við tjöldin.
Í hreinskilni, get ég sagt að það kemur ekki sá dagur, sem ég hugsa ekki hversu stórkostlegt það væri að fá að vera í sömum sporum og þetta fólk. Að fá að tala kannski yfir mörg þúsund manns, og eftir ræðu lokinni, þá hylla þig allir. Ansi magnað, er það ekki? Og ég hugsa oft um hvernig það sé að vera í fjölmiðlum, og fá hrós fyrir það sem vel er gert, og reyndar skammir fyrir það sem miður fer. Einnig að fá að taka mikilvægar ákvarðanir á ögurstundu. Þetta hugsa ég mjög oft, en skyndilega fer ég að hugsa að það eru margir aðrir sem hugsa nákvæmlega það sama og ég, hafa sömu drauma og ég sjálfur. Þá fer ég allt í einu að hugsa um það fólk sem stendur bakvið þessa leiðtoga. Það fólk sem fær aldrei hrós í fjölmiðlum, og oftar en ekki vita fáir af þessu fólki. Ég er því að velta fyrir mér hvort það sé ekki jafn mikilvægt að vera einn af þeim sem vinna bak við tjöldin? Fá kannski að vera ráðgjafi, eða vera sá sem sér um hugmyndafræði flokksins.
Eftir að ég byrjaði að starfa í Ungum jafnaðarmönnum og síðan Samfylkingunni, þá kynntist ég ungum stjórnmálamanni, sem mun eflaust ná lengra en ég, og er þegar búinn að ná langt á stuttum ferli. Í dag dettur mér aldrei í hug, að fara á móti þessum stjórnmálamanni í prófkjöri eða öðru slíku, og vil frekar vinna fyrir þennan stjórnmálamann í framtíðinni. Og ef heppnin yrði með mér þá gæti verið að ég gæti séð einhverjar af hugsjónum mínum í framkvæmd, í gegnum þennan stjórnmálamann. Það er eflaust sama tilfinning og vera sjálfur í eldlínunni, gæti ég trúað. Fyrir mér skiptir það kannski meira máli, ef hugsjónir manns lifa lengur en maður sjálfur, þó svo að enginn myndi vita að þetta væri hugsjónin mín.
Þessu eru sumir stjórnmálamenn fljótir að gleyma í dag, allir vilja verða í eldlínunni og gleyma því oft að það þurfa einhverjir að vinna bak við tjöldin. Í prófkjörum sl. haust, fengu ekki allir þau sæti sem þeir vildu, einhverjir fóru þá í fýlu, yfirgáfu flokkinn sinn , fóru í annann eða hættu alveg, þó svo að flokkurinn væri með sömu hugsjónina og hann sjálfur. Ég veit vel hvað það er að vera í íþróttum, og komast stundum ekki í byrjunarliðið, þá mátti maður ekki hætta, heldur að vera tilbúinn að koma inn á og berjast, þegar liðið þurfti þess. Þetta þurfa stjórnmálamenn að hugsa um, það geta ekki allir verið í framvarðasveitinni, en það er nauðsynlegt að einhverjir vinni bak við tjöldin, því við viljum alltaf vera í sigurliðinu, hvort sem við erum í framvarðasveitinni, eða ekki. Rétt eins og í íþróttum, vinnur einstaklingsframtakið aðeins leiki, en liðsheildin vinnur titla.
Sölmundur Karl Pálsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Er Sölli þá ekki kominn með vinnu strax í vor sem aðstoðarmaður þinn af kosningum liðnum?
Páll Jóhannesson, 21.3.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.