Leita í fréttum mbl.is

Jafnréttissinninn Sölli??

jafnréttiFyrir nokkru síðan lenti ég í skemmtilegu samtali við einn vin minn um stöðu kvenna, ég er nú kannski enginn sérfræðingur um jafnréttismál, en á síðustu vikum, hef ég reynt að koma mér inn í þessi mál með misjöfnum árangri. En eitt af því sem ég ákvað að gera til að koma mér inn í þessi mál var að lesa skýrslu eftir Bryndísi Ísfold sem fjallaði um völd, tengsl og eðli nefnda, stjórna og ráða hjá hinu opinbera og fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöll Íslands. – Þáttaka kvenna.

Margt fornvitnilegt kom í ljós í skýrslunni hennar Bryndísar, og ég á örugglega eftir að vitna meir í þessa skýrslu, en núna einblíni ég á jafnrétti milli karla og kvenna. Það er mjög skrítið að staða kvenna sé ekki betri en hún er í dag, og það furðulegasta er að kvenmenn eru að verða menntaðri en karlar, konur eru t.a.m. 60% af nemendum á háskólastigi. Samkvæmt skýrslunni hennar Bryndísar sem gerð var árið 2003 hefur þessi aukna menntun kvenna ekki komið þeim í stjórnir fyrirtækja, eða í nefndum hjá sveitarfélögum, ríki eða hlutafélögum. Það er því ótrúlegt að konur voru aðeins 5% stjórnarmanna í fyrirtækjum og aðeins 10% af varamönnum. Einnig kom fram í skýrslunni að þeir sem sátu í fleiri en einni nefnd voru aðeins 27% af þeim konur.Í skýrslunni kom fram á þeim tíma var ríkið ekki að standa sig jafnvel í jafnréttismálum eins og sveitarfélögin, og ástæðan var sú að stærstu sveitarfélögin höfðu ráðið til sín jafnréttisfulltrúa í fullt starf, á meðan t.d. ráðuneyti réðu jafnréttisfulltrúa aðeins í hálft starf.

 Þrátt fyrir að þessar tölur séu frá árinu 2003, hafa orðið litlar breytingar að ég held. Ég leit snöggt yfir t.d. bankastjórnir sem og stjórn Seðlabankans. Það kom á óvart að það er aðeins ein kona að mér sýndist í bankastjórn Kaupþings og ein sem varamaður og sömu sögu má segja um Landsbankann. Hjá Glitni er engin kona aðalmaður en tvær sem varamenn. Síðan í bankaráði Seðlabankans er aðeins ein kona sem aðalmaður en hins vegar eru þrjár konur sem varamenn. En hvað er til ráða til að ná jafnvægi á milli karla og kvenna sem og launamismuninum? Ekki getum við treyst á stjórnarflokkana sem hafa algjörlega gleymt þessum málaflokki og reyna kannski að bjarga sér, þar sem stutt er í kosningar. Eina ráðið sem ég sé til þess að breyta þessum máli til hins betra er að skipta um ríkisstjórn, og þá sérstaklega að hafa ríkisstjórn sem er með Samfylkingunna í fararbroddi. Ef einhver flokkur getur eytt þessu misrétti, þá er það Samfylkingin með Ingibjörgu Sólrúnu sem fremsta mann. Samfylkingin er jafnréttindisflokkur, það má ekki gleyma því að Ingibjörg Sólrún náði góðum árangri sem borgarstjóri við að uppræta launaleynd að hluta og jafna laun kynjanna. Samfylkingin er eini flokkurinn með kvenkyns formann, fjórir fyrstu þingflokksformenn Samfylkingarinnar voru konur, ef mig minnir rétt. Einnig má ekki gleyma því að önnur hver kona sem settist á alþingi eftir þingkosningar 2003 kom frá Samfylkingunni.

Eitt af merkisviðburðum 20. aldar var innreið konunnar á vinnumarkaðinn, og sú innreið gerði þann mikla hagvöxt sem varð á 20. öldinni að veruleika. Það er mjög furðulegt á 21. öldinni að konan sé ennþá beitt misrétti. Eins og allir vita er þetta misrétti mjög slæmt fyrir samfélag okkar, því það er jú nauðsynlegt að fá sjónarmið beggja kynja. Hins vegar megum við ekki heldur gleyma því að þegar ég er að tala um jafnrétti kynjanna, er ég einnig að hugsa um stöðu einstæðra feðra sem og fæðingarorlof feðra, ég á eftir að fjalla um þau mál betur seinna. Ég hef því miður ekki neina töfralausn á þessu mikla vanda, nema kannski að kjósa Samfylkingunna 12. maí og vona síðan að fleiri geri slíkt hið sama, enda tel ég að flestir Íslendingar séu jafnréttissinnar og eina leiðin til að auka jafnrétti hér á landi er að fella núverandi ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara bleikur í dag  góður pistill.

Palli Jóh (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband