Leita í fréttum mbl.is

ESB fundur UJA

P2240036Í gær héldum við ungir jafnaðarmenn á Akueyri opinn fund um ESB, við buðum Akureyringum tækifæri til að fræðast um ESB, bæði um sambandið sjálft og hvaða ávinning við hefðum af aðild að ESB. Við fengum þá Inga Rúnar Eðvarðsson prófessor og Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði til að halda framsögu. Fundurinn heppnaðist alveg ágætlega að mínu mati, það mættu um 20 manns eða svo, sem er alveg ágætt, þar sem svona fundir eru yfirleitt ekki vel sóttir. En það sem ég var ánægðastur með voru umræðunar sem spunnust eftir framsögu Inga Rúnars og Þorvaldar, og komu fram margar athyglisverðar spurningar og svör. Ég vona að sjálfssögðu að fólkið sem mætti á þennan fund séu eitthvað fróðari um Evrópusambandið, og þá hefur tilgangur fundarins náðst.

Eins og ég sagði kom margt athyglisvert fram í máli Inga Rúnars sem og Þorvaldar Gylfasonar. Ingi Rúnar P2240038fræddi Akureyringa um sambandið sjálft, þ.e.a.s. stofnanir þess sem og uppbyggingu ESB, og á hann hrós skilið fyrir framsögu sína, og skýrði Sambandið mjög vel fyrir fundargesti. Hann fræddi almenning um framkvæmdarráðið, ráðherraráðið, evrópuþingið sem og evrópudómstólin. Einnig kom hann á þeim viðkvæmu málum eins og Sjávarútvegsstefnu ESB og Landbúnaðarstefnu ESB og skýrði hann þær stefnu ESB mjög vel og kom fram að landbúnaðarstefna ESB er ávallt í stöðugri endurskoðun til batnaðar. Byggðamál ESB bar einnig á góma, og fengu Akueyringar að fræðast um hvernig byggðamál eru í ESB, en í máli Inga Rúnars kom fram að stefna ESB í byggðamálum er sú að allir eigi að fá sömu lífsgæði hvar sem þeir eru staddir í sambandinu. Og til að tryggja það, veitir ESB góða styrki til að efla byggðir í löndum og nefndi hann Írland og Skotland sem dæmi. Eins og ég segi á Ingi Rúnar hrós skilið, og má segja að hann hafi slegið í gegn með framsögu sinni.

P2240050Eftir að Ingi Rúnar hafði lokið máli sínu, brýndi Þorvaldur Gylfason rausn sína, og fjallaði um ESB frá öðru sjónarhóli, bæði frá pólitísku sjónarhóli sem og efnahagslegum. Ég reyndar trúi því varla að ég hafi náð að fá hann norður, og Þorvaldur stóð sko undir væntingum og gott betur. Hann er mjög fær í að tala þannig að allir skilji þó svo að hann fari í tæknileg atriði. Þorvaldur líkti ESB við hjónabandi, og vakti sú samlíking mikla kátínu meðal fundargesta, en þar velti hann þeirri spurningu, að það þykir eðlilegt að gifta sig, og með giftinu erum við að deila fullveldi okkar með annari manneskju, og þykir það sjálfssagt mál. Og þá spurði hann fundargesti, af hverju það ætti aðrar reglur að gilda við samvinnu landa? En þegar flestir eru að tala um kosti ESB nefna menn ávallt fyrst Evrunna, og var hann auðvitað sammála að Evran væri kostur, bæði að verðbólga myndi minnka, vextir lækka og að seðlabanki Íslands þyrfti ekki lengur að taka lán til að eiga nóg í gjaldeyrissjóði til að geta borgað skammtímaskuldir. En Þorvaldur taldi að stærsti kosturinn við ESB væri aukinn samvinna í samkeppnismálum. Þorvaldur sagði að ESB væri með mjög öflugt samkeppniseftirlit, sem væru ófeimnir við að rannsaka fyrirtæki, koma í veg fyrir samruna sem myndi hamla samkeppni. Þorvaldur taldi jafnvel að einhver fyrirtæki á Íslandi væru hrædd við ESB vegna aukins eftirlits, því ESB taki hart á okri, en á Íslandi hefur jú okur lengi staðið yfir eins og við almenningur vitum. Andstæðingar ESB hafa oft nefnt að það er meira atvinnuleysi í löndum ESB, og við inngönu í ESB myndi atvinnuleysi hér á Íslandi aukast og verða eins og í Evrópu. En þau rök hrakti Þorvaldur, og benti á að atvinnumál væru sérmál þjóðanna, og þau réðu mestu sjálf atvinnumálum, og því væri atvinnuleysi aðeins staðbundið vandamál.

P2240039En fundurinn gekk að mínu mati mjög vel, og allt gekk upp eins og það átti að ganga upp. Ekki má gleyma að hrósa fundarstjóra fyrir góða stjórn á fundinum. En fundarstjóri fundarins var Margrét Kristín Helgadóttir sem er í 4. sæti á lista Samfylkingar og er jafnframt varaformaður Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri. Ég vona svo innilega að fleiri svona fundir um landið allt verða haldnir, og þó svo að aðild að ESB verði ekki aðal kosningamálið, er nauðsynlegt að halda áfram að fræða almenning, þannig að almenningu geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þar að kemur.

 

 

kv,

Sölmundur Karl Pálsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var flottur fundur, vel skipulagður og ykkur báðum (Sölli og Magga) til mikilla sóma - halda svo áfram svona, áfram þið.

Palli Jóh (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband