Leita í fréttum mbl.is

Umræða um evru - eldri borgarar og brotið blað

Dagurinn í dag var nokkuð fjörugur. Vaknaði í morgun til þess að mæta í skólann. Fór síðan um 11:30 á Hótel Kea á fund um Evruna og landsbyggðina. En á fundinum hélt t.a.m. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningadeildar Landsbanka Íslands og Björgólfur Jóhannsson formaður landssambands útvegsmanna framsögur. Allt voru þetta mismunandi framsögur, en mér fannst nú mest koma til hennar Eddu Rós sem talaði af mikilli þekkingu, enda hagfræðingur að mennt. Ég var ekki hrifinn af framsögu Árna Mathiesen, og mér fannst mjög skrítið að fjármálaráðherra skyldi hafa látið eftir sér að peningastefnan hafi alls ekki virkað sem skildi undanfarið, en hverjum ætli það sé að kenna? Kannski að hluta til seðlabankanum, en þó aðallega vil ég nú einnig kenna lélegri stjórn ríkisfjármála um. Edda Rós kom hins vegar með góða framsögu, sem var virkilega fræðandi, og hún náði að fjalla um evruna á hlutlausan hátt. En eins og oft hefur komið fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu, og Edda Rós staðfesti var það að ef við ætlum að ganga inn í ESB verðum við að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum, ná verðbólgu niður og einnig að ná þessum gríðar viðskiptahalla niður. Reyndar telur Edda að við höfum ekki fullreynt krónuna, og hún vil helst ekki strax taka upp evru enda mjög á móti einhliða upptöku evru. Ég var reyndar ekki hrifinn af framsögu Björgólfs Jóhannssonar, hann byrjaði þó vel, byrjaði að skamma aðeins stjórnvöld fyrir lélega hagstjórn, en síðan féll hann algjörlega í álíti hjá mér þegar hann í raun sýndi Jóni Þorvaldi Heiðarssyni vanvirðingu og í raun sagði hann að Jón hafi rýrt orðspor Háskólans á Akureyri. Vegna ummæla Jóns um að krónan væri versti gjaldmiðillinn fyrir landsbyggðina. En common, ef menn ætla að halda heilbrigðar og málefnalegar umræður, þá eiga menn að sleppa svona skítkasti. Auðvitað hefur Björgólfur rétt til að segja sína skoðun, en hann hafði þá átt að rökstyðja gagnrýni sína betur á hugmyndir Jóns Þórvaldar. En Jón svaraði nú honum Björgólfi nokkuð vel, þó svo að maður sé ekki alltaf sammála Jóni. Þessi fundur dró ekki úr áhuga mínum í að gerast aðili að ESB, því ég tel til langframa er það betra fyrir hagsmuni okkar að vera aðili að ESB heldur en að vera utan þess. En fyrst verðum við að ná jafnvægi í hagkerfinu, og það getur tekið nokkur ár, og fyrsta skrefið í þá átt verður vonandi stigið þann 12. maí, þegar vonandi Samfylkingin kemst til valda.

Síðan fór maður aftur á Hótel Kea, en þar var Samfylkingin með fund um málefni eldri borgara, og var vel mætt. Framstögumenn voru þau Lára Stefánsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Hreinn Pálsson og síðast en ekki síst Össur Skarphéðinsson, og stóðu þau sig öll með prýði. Síðan var einnig fundur um sama mál á Húsavík, en þar voru framsögumenn Örlygur Hnefill Jónsson, Ellert B. Scram að ég held og síðan Varaformaður UJA hún Margrét Kristín Helgadóttir, og ég býst við að sá fundur hafi einnig gengið vel. En það er þörf á miklum bótum fyrir fólkið sem byggði upp þetta samfélag sem við búum við í dag. Það er sorglegt að hjón sem hafa verið t.d. gift í 50 ár, skuli þurfa að skilja að þegar á elliheimili er komið. Einnig þarf að hækka skattleysismörkin, og það strax. Síðan þarf að hækka frítekjumarkið, rétt eins og Samfylkingin leggur til, og margt fleira.

georgia-indianaSíðan á lokum kemur frétt sem ætti að gleðja alla. En í kvöld var brotið stórt blað í sögu körfuknattleiks. En í fyrsta skipti í sögunni dæmdu konur saman með dómarapróf í efstu deild, en þær Indíana Sólveig Marquez og   Georgía Olga Kristiansen dæmdu leik Hauka og Breiðabliks í efstu deild kvenna. Það er bara að vona að þær haldi áfram á sömu braut, og dæmi fleiri leiki saman. Vonandi verða þær fleiri konum hvatning til þess að gerast körfuknattleiksdómarar, enda vantar alltaf dómara, þær hafa sýnt að konur geta líka dæmt körfuknattleik, rétt eins og karlar.

 

 

 

 

 

Sölmundur Karl Pálsson

Mynd tekinn af kki.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband