Leita í fréttum mbl.is

Roadtrip til Húsavíkur

Það er oft þannig að unglingar finnast það hallærislegt að fylgjast með stjórnmálum, og þykja þetta oftar en ekki bara þras. En sem betur fer eru einhverjir sem halda áfram að fylgjast með stjórnmálum á unglingsárum og hafa áhuga á stjórnmálum sem er að sjálfssögðu gott. Með sjálfan mig hef ég alltaf haft áhuga á stjórnmálum, og stundum of mikinn, en samt sem áður hef ég aðeins verið skráður í stjórnmálaflokk í átta mánuði eða svo. En þó svo að unglingar séu ekki skráð í stjórnmálaflokk, þarf það ekki að vera að þau hafi ekki áhuga á stjórnmálum.

P1010717Okkur í ungliðahreyfingum var boðið af nemendafélaginu í framhaldsskóla Húsavíkur að koma og kynna fyrir þeim starfið okkar. Það mættu nánast allir frá öllum framboðum, að undanskildum frjálslyndum, en Sigurjón Þórðarson alþingismaður mætti fyrir þeirra hönd. En Margrét Kristín Helgadóttir kynnti starfsemi okkar Ungra jafnaðarmanna, og leysti það verk vel af hendi, eins og alltaf. Eftir kynningu á ungliðahreyfingunum, hófust skemmtilegar umræður, bæði um byggðamál, álver og fleira. í gær sást að þeir unglingar sem mættu í gær höfðu áhuga á stjórnmálum, og því komu margar góðar spurningar. Unglingarnir voru það áhugasamir að það var erfitt að slíta fundinum, sem er að sjálfssögðu í góðu lagi, enda ekki oft sem maður kemur til Húsavíkur. Ferðin var mjög róleg hjá mér, enda var það samkomulag á milli mín og Margrétar að hún sæi um þetta fyrir okkar hönd, enda miklu færari á því sviði en ég.

Annars ætla ég að minna fólk á ESB fundinn okkar Ungra Jafnaðarmanna, sem haldin verður laugardaginn 24 febrúar klukkan 13:30 í Lárusarhúsi. Við erum búin að fá tvo góða fyrirlesara, þá Inga Rúnar Eðvarðsson og síðan Þorvald Gylfason hagfræðing, en ég er mjög ánægður að hafa fengið þá báða til að halda fyrirlestur. Ég hvet þá sem ætla ekki suður á aðalfund kvennhreyfingarinnar Samfylkingarinnar að mæta á þennan fund, og þá sértaklega hvet ég Akureyringa sem og nærsveitamenn að mæta. Enda gott tækifæri að kynnast ESB, og myndað sér málefnalega afstöðu til aðilda að ESB. Einnig hvet ég aðra landsmenn sem ætla til Akureyrar að mæta á þennann fund, og síðan eftir fundinn geta menn farið á skíði eða snjóbretti.

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magga mín er þetta ekki bara rétti Samfylkingar liturinn?   Þið standið ykkur frábærlega.

Páll Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband