Leita í fréttum mbl.is

Kominn á mbl

Eftir miklar vangaveltur þá hef ég ákveðið að feta í fótspor annara og ætla að byrja að blogga hér á mbl. Mun maður reyna að vera virkari við að blogga en ég hef áður verið. En hvað með það.

Þá er búið að selja enn eitt enska knattspyrnuliðið, og í dag var það Liverpool sem urðu fórnarlömb erlendra fjárfesta. Bandarísku kaupsýslumennirnir George Gillet og Tom Hicks festu í dag kaup á Liverpool á 470 milljónir punda eða 63 miljarða króna takk fyrir. En reyndar fara eitthvað af þessum peningum í að byggja nýjan völl, en samt sem áður, að kaupa sér knattspyrnulið á einhverjar 63 miljarða, er ekki allt í lagi? Ég spyr bara, hvar er manngæskan? Ég hef ekkert á móti því að menn eigi nóg af peningum, en réttlætir það þegar menn vita ekki aura sinna tal að kaupa sér heilt knattspyrnulið bara til að leika sér? Veit svo sem ekkert hvort þessir ágætu menn ætli sér sömu leið og Roman Ambromovic. En það eina sem ég spyr, af hverju eyða þeir ekki peningum sínum frekar í að hjálpa samborgurum sínum sem minna mega sín frekar en að leika sér. Ef þessir menn vilja leika sér í að stjórna knattspyrnuliði, gætu þeir alveg gert bara eins og ég hef gert undanfarin ár. Farið út í búð og fest kaup á tölvuleik sem heitir FootballManager, þar getur maður leikið sér með knattspyrnulið eins og manni listir og eyðir bara um 3.000 krónum.

Jæja, ég var að átta mig á hversu skrítin ég er að verða, eða hvort það er þroski, veit það bara ekki. En ég ákvað að sleppa því að horfa á landsleik Brasílíu og Portúgal á Sýn, en horfði frekar á Veronicu Mars. Reyndar nenni ég aldrei að horfa á Brasílíu nema þegar Ronaldhino sé að spila með, en þar sem hann var meiddur ákvað ég að sleppa að horfa á leikinn. Reyndar það eina skrýtna við mig er að ég horfi reyndar alltaf á Veronicu Mars og Síðan Close to home. Reyndar kom þessi vani þegar ég bjó í Reykjavík, þar sem ég hafði hvorki stöð 2 né sýn, og eftir að hafa horft á þessa þætti einu sinni get ég ekki brotið upp hefðina sem er komin.

Annars kveð ég í bili

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ:) verð nú að kvitta á síðuna, vonandi verðuru duglegri með þessa heldur en hina! Kveðja hinum megin við hólinn:)

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband