Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
27.8.2007 | 22:04
Efnalitlir valda hagfræðingum hugarangri
Það má með sanni segja að litli maðurinn sé að gera hagfræðingum og öðrum fjármálastofnunum mikla skráveifu. Eða réttara sagt hræðslu. Í könnun sem var tekin meðal hagfræðinga í BNA, kom í ljós að hagfræðingar í BNA eru hræddastir við efnalítið fólk sem lenda í vanskilum með afborgarnir af lánum. En í öðru sæti á eftir efnalitlu fólki kemur hryðjuverk. En á eftir hryðjuverkaógninni kemur verðbólga, verðhækkun á eldsneyti. En það var einmitt mikið rót á fasteignamarkaði í BNA sem olli miklu róti á fjármálamörkuðum um heim allan. En menn telja einmitt að aukin vanskil á fasteignalánum hafi verið ein af meginrótum í flökti á fasteignamarkaði í BNA. Ég sé samt ekki betur en að þetta sé einn enn áfellisdómur á stjórn George W. Bush. Stjórn Bush hefur á undanförnum 6 árum eða svo einbeitt sér að tekjuhæsta hópnum og gleymt lægst launuðu. Það tók Bush skamman tíma að eyðileggja góðan árangur Bill Clintons í mörgum málum. Þá sérstaklega velferðarmálum. Enda kæmi það ekkert á óvart að bandaríkjamenn vilji stefnubreytingu í næstu forsetakosningum.
Sá að lönd í Austur Asíu sambandinu (Asean) hafa samþykkt fríverslunarsamning við Japana. Hægt verður að klára gerð samningsins í Nóvember. Í þessum fríverslunarsamningi er talið að tollar af 90% af vörum Austur Asíu sambandsins lækki eða falli að öllu niður. Mun þessi samningur efla viðskipti beggja aðila til muna, og talið er að verslunin gæti aukist um 160 miljarða Bandaríkjadala á verðlagi 2006. Skil ég fréttina rétt hjá BBC. Austur Asíu sambandið stefnir að gera álfuna að einu stóru fríverslunarsvæði. Þeir stefna að því að semja við Suður Kóreu 2008, Ástralíu og Nýja- Sjáland árið 2010.
Allt er fertugum fært las ég einhversstaðar. En hjá sumum nærð það alla leið upp í áttrætt. Alan Greenspan, fyrrverandi Seðlabankastjóri BNA til 19 ára er engan veginn að setjast í helgan stein. Það er ekki nóg með að Greenspan sem er 81 árs reki sína eigin ráðgjafastofu, heldur var Deutsche Bank að ráða hann sem ráðgjafa. Greinilegt að Greenspan hefur engar áhyggjur af tekjutengingu né öðru slíku. Sýnir greinilega að fólk sem er komið yfir 67 ára aldur geta vel unnið og gert sitt gang í þjóðfélaginu. Sem ég vissi þó fyrir.
Síðan undir lokin vil ég bara benda frænda mínum honum Höskuldi Þór Þórhallssyni að góðir hlutir gerast hægt. Sá í Fréttablaðinu að hann er eitthvað að pirra sig yfir að ekki hafi náðst í gegn að gera framhaldsskólabækur ókeypis fyrir nemendur. Því miður þarf að velja og hafna verkefnum, eins og hann veit sjálfur þá getum við ekki gert allt í einu. Vil bara benda honum á að Samfylkingin náði í gegn aðgerðaráætlun í þágu barna í gegn. Eitthvað sem Framsókn datt aldrei í hug að gera í 12 ára setu í ríkisstjórn. Góðir hlutir gerast hægt, og það er markmið ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðiflokks að bæta hag almennings. Það yrði fáránlegt að reyna að koma öllum kosningaloforðum flokkana í gegn á fyrsta ári kjörtímabils, það bara gengur ekki. Ég vil að menn hugsi sig um, meta aðstæður og framkvæma svo. En ekki að framkvæma og hugsa síðan um afleiðingarnar, rétt eins og Framsókn þurfti að gera eftir kosningarnar 2003.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 14:11
Frá London til Kaupmannahafnar
Ég hef lengi talað fyrir því að stöðugleiki verði að vera í efnahagslífinu svo að þjóð geti vaxið og dafnað. Efnahagsstöðugleiki þarf að vera til að fyrirtæki geti vaxið, rekstur heimila batnað. Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda framþróunnar. Hins vegar er annars vegar stöðugleiki mikilvægur. Stöugleiki í stjórnmálum er í raun forsenda fyrir því að ná stöðugleika í efnahagsmálum. Það er erfitt að ná stöðugleika í efnahagsmálum þegar er stöðugt er um stjórnarskipti. Þetta er meðal annars eitt af þeim vandamálum sem flest lönd í Afríku eru að glíma við. Órólegt stjórnmálaumhverfi gerir það að verkum að fjárfestar koma síður með fjármagn sitt inn í landið. Þar með er erfitt að byggja upp gott efnahagslíf. Þessi staðreynd er þekkt meðal hagfræðinga og annara fræðimanna. Við á Íslandi erum afar heppinn með að þurfa ekki að glíma við þessi vandamál. Ef allt er eðlilegt eru kosningar á fjögurra ára fresti, stundum verða stjórnarskipti en oftar en ekki sitja gömlu flokkarnir áfram við völd.
Vandamál í Evrópu
Í mörg ár hef ég fylgst með stjórnmálum, bæði innlendum jafnframt sem erlendum. Þegar fyrri ríkisstjórn var við völd, þá óskaði maður sér oft að stjórnasamstarfinu sliti upp úr. Maður blótaði oft gjörðir fyrri ríkisstjórnar í sand og ösku, óskandi þess að maður gæti gert eitthvað til að afstýra þeim gjörningum. Stundum þegar vinsældir ríkisstjórnarinnar virtust vera að dvína þá óskaði maður þess að kosningar yrðu sem fyrst. En loks sá maður að það er líklega best að hafa kosningar á fjögurra ára fresti.Í Danmörku er Anders Fogh Rassmussen að íhuga að efna til þingkosninga, þrátt fyrir að næstu þingkosningar eigi í raun ekki að verða fyrr en 2009, að mig minni. Ástæðan fyrir því að hann er að hugsa um þennan möguleika er að hann er að reyna að koma á skattalækkunum og ýmsum velferðarumbótum. Rassmussen telur það skynsamlegt að leggja þessar tillögur í dóm þjóðarinnar. Sniðugt að leggja umbætur í dóm þjóðarinnar, ekki satt?Á Englandi eru svipaðar pælingar. Ég las það í tímaritinu The Economist að greinahöfundur var að skrifa um hvort Gordon Brown ætti ekki að efna til kosninga þar sem vinsældir hans eftir að hann tók við af Tony Blair eru mjög miklar. Meiri segja telja margir bretar að Brown sé meiri eiginleikum gæddur en David Cameron formaður Íhaldsflokksins. Einnig telja menn að gáfulegt af Brown að efna til kosninga í haust, er að hækkandi vextir gætu gert Brown erfitt fyrir ef hann bíður með að kalla til kosninga. Með því að efna til kosninga núna, þegar vinsældir Browns eru miklar auka aðeins líkur á að vera lengur við völd. Tökum eftir því að hann þarf ekki að kalla til kosninga fyrr en 2010. Er það ekki einhver misnotkun á lýðræði, ég bara spyr? Hins vegar ef hann væri í öðruvísi stöðu, þ.e.a.s. óvinsæll, er ég nokkuð viss um að hann væri ekki jafn fljótur að efna til kosninga.
Lýðræði og hentisemi
Svo virðist vera að sumsstaðar í Evrópu að menn geti efnt til kosninga, nánast að hentisemi. Í sjálfu sér í lagi að leyfa kjósendum að segja sína skoðun á tilteknum breytingum, en að efna til kosninga? ég veit það ekki. Það að kalla til kosninga þegar vinsældir manns eru hve hæstar, er einfaldlega bara hentisemi sem ætti ekki líðast í vestrænum þjóðfélögum. Ég er ekki einn um þá skoðun að það sé nauðsynlegt að hafa kosningar á fjögurra ára fresti, nema mikið komi upp á. Rétt eins og greinahöfundur í The Economist skrifaði um, þá er það nauðsynlegt fyrir fyrirtækjarekstur að stjórnmálaumhverfið sé stöðugt, og ekki alltaf sé hægt að hringla í því. Ef menn vita aldrei fyrir vissu hverjir séu við stjórnvölinn kannski næstu 2 árin er mjög erfitt að skipuleggja framtíðinna. Ef fyrirtæki eru ávallt í óvissu með hvaða flokkar verði við völd er mjög líklegt að þau færi sínar starfssemi annarsstaðar. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir almenning að stjórnmálaástand sé stöðugt í landinu. Það er nefnilega ekkert skrítið að sum lönd í austur Evrópu og í Afríku eiga erfitt uppdráttar, meðal annars vegna órólegs stjórnmálaumhverfis. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við þurfum að pæla mikið í hér á landi, en samt sem áður eitthvað aðeins. Því jú, heimurinn er að minnka og nauðsynlegt að vita hvernig ástandið er í helstu viðskiptalöndum okkar, ekki satt? Og viljum við ekki gera okkur líka gildandi í alþjóðlegum stjórnmálum?Sölmundur Karl Pálsson
e.s. Allir að lesa Morgunblaðið í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)