Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Í Arkansas..........

summer,,Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt” söng meistari Bubbi Morthens, en þrátt fyrir sumarið er hjartað mitt bara ennþá rautt, rétt eins og hjá sönnum jafnaðarmanni. Ég hef verið mjög latur við að blogga í sumar, enda hef ég bara í sannleika sagt ekki nennt að blogga, enda er sumarið hjá mér bara býsna rólegt, lítið um að vera nema kannski vinnann. Fyrir þá sem ekki vita er ég að vinna hjá póstinum, byrjaði fyrr í sumar að vinna frá klukkan 07:00-12 og síðan aftur 15:30-19:00.En svo í Júlí var vaktinni minni breytt og nú vinn ég frá klukkan 14:00-22:00. Þessi nýji vinnutími gerir það að verkum að ég er að keyra út á kvöldin sem þýðir fyrir ykkur sem búa á Akureyri og eigið von á pakka er aldrei að vita nema að ég banki upp á.

Þrátt fyrir að ég sé ekki að blogga reglulega þá er ég að skrifa mjög mikið í sumar. Er búinn að skrifa svona einn og einn bút í greinar sem eiga eftir að birtast opinberlega, svo núna geti þið beðið spennt. Einnig hef ég verið að leika blaðamann í sumar, en þó mismikið. Hef verið í sumar að skrifa um leiki Þórs í knattspyrnunni fyrir síðunna fotbolti.net, og hef haft gaman af þó svo að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið. En maður er jú professional í þessu starfi svo að ég læt það ekki á mig fá í skrifum. Síðan prófaði ég að vera blaðamaður fréttablaðsins í eitt kvöld er þegar svokallaður Old boys landsleikur var hér á Akureyri. Það að vera blaðamaður í einn dag var ótrúlega gaman, og það var gaman að tala við menn eins og Guðna Bergs, Eyjólf Sverrisson, Atla Eðvalds og Halldór Áskelsson, allt saman menn sem maður horfði á leika knattspyrnu þegar maður var yngri.

Annars hefur sumarið hingað til verið mjög rólegt, og þegar maður er ekki að vinna né að skrifa þá er maður bara að lesa. Er þessa dagana að lesa tvær bækur, sú fyrri er mjög athyglisverð, en sú bók heitir Fall Berlínar, mjög fróðleg bók. Einnig er ég að lesa bók eftir Kurt Vonnegut, Breakfast of the Champions. Hef alltaf ætlað að lesa hana eftir að ég las Slaugtherhouse Five. Hef ekki ennþá orðið fyrir vonbrigðum með bókina, er þó ekki búinn með hana, en hún er mjög kaldhæðin, og með skrítin humor, sem er bara gott mál. 

 Já, síðan má ég ekki gleyma þeim stórmerkaatburði að ég fór út á skemmtanalífið sl. laugardag. Já, þið lásuð rétt. Ég þorði loksins að snúa aftur í miðbæ Akureyrar og nú í fylgd nokkurra höfuðborgarbúa. Fór fyrst á Græna hattinn á tónleika með raddbandinu Voxfox, algjör snilld, hef sjaldan skemmt mér svona vel á tónleikum og þarna, tær snilld og mæli með því að fólk fari á tónleika með þessum krökkum. Eftir tónleikanna tók ég þau Pálma frænda, Birgittu kærustu hans og Siffu frænku á Café Amour og bauð þeim  Hvítvín, Breezer og bjór. Ekki amalegt að fara út að skemmta sér með mér, eða hvað? En höfuðborgarbúarnir gáfust fljótt upp, og héldu heim á leið, ég var kannski ekki eins skemmtilegur og ég hélt? Ég hins vegar hélt bara áfram, var smá stund lengur á Amour, en síðan ætlaði ég að hitta á Helga sem var staddur í bænum. En á leiðinni til Helga hitti ég á Reyni sem var fyrir utan Kaffi Karólínu, fór aðeins með honum inn á kaffi Karólínu, hitti þar meðal annars líka hann Hjalta Þór félaga minn úr Háskólanum. Síðan þegar ég gafst upp á kaffi Karólínu, náði ég loks á Helga í miðbænum þegar hann og Áslaug voru að versla sér eitthvað að borða. Síðan þegar heim var komið fór ég upp í rúm, fékk mér afgang af marsipantertu sem til var í ísskápnum og horfði á gamla spaugsstofuþætti sem og einnig gömul tilþrif með Michael Jordan, hvað er betra?

 

Lofa að það verður styttra í næsta blogg.

 

Nytsamlegur fróðleikur: Í Arkansas eru munnmök bönnuð og ekki má geyma krókódíla í baðkörum. Þar að auki er ólöglegt að bera nafn ríkisins vitlaust fram.

Kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband