Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Alvöru stjórnmálamaður

Þegar menn gera góða hluti, þá eiga menn auðvitað skilið að fá klapp á bakið en aftur á móti ef menn gera einhverjar vitleysur að okkar mati er það skylda okkar að gagnrýna, en þó aðeins á uppbyggilegan hátt. Stjórnmálamenn þekkja líklega best gagnrýninna, því fólk er jú fljótt að stökkva upp á nef sitt er stjórnmálamenn gera einhvern skandall að mati almennings. Hins vegar er almenningur ekki jafn fljótur að stökkva til og hrósa stjórnmálamönnum fyrir góð verk, hvort sem um er að ræða stór eða lítil mál. En þetta virðist vera tilhneiging manneskjurnar, því við erum fljótari að sjá ljótu hlutina en þá fallegu. Þó svo að uppbyggileg gagnrýni sé mikilvæg, þá megum við ekki heldur gleyma að hrósa fólki fyrir þau góðu verk sem þau vinna, skiptir engu hvort um stjórnmálamenn eða íþróttamenn að ræða, það er alltaf gott að fá hrós, og þau halda manni jú alltaf gangandi ekki satt?

 Það er mismunandi hversu vel stjórnmálamenn eru þroskaðir eða þ.e.a.s. hversu miklan pólitískan þroska stjórnmálamenn hafa, og þá skiptir aldurinn engu máli heldur er þetta oft í genum í fólki, en auðvitað næst áveðinn pólitískur þroski með reynslunni en það er þó ekki sjálfgefið. Í gær sýndi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, frv. borgarstjóri mikinn pólitískan þroska er hún ætlar að hætta í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún er orðinn alþingismaður. Fyrr í vetur skrifaði ég grein inn á vefsvæði ungra jafnaðarmanna um valddreifingu, og hversu mikilvægt þar er að valdið sé á margra höndum. Ég hef lengi verið á móti því að alþingismenn sinni einhverjum öðrum störfum en þingmennsku, en því miður virðist það hafa viðgengist að þingmenn séu að sýsla við eitthvað annað í leiðinni. Einnig hefur mér lengi fundist það skrítið að ráðherrar séu einnig þingmenn, en þar sitja þá ráðherrar bæði með framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Því er ég mjög ánægður með Steinunni að hún skuli vera að hætta í borgarstjórn, sem er auðvitað vont fyrir Reykjavíkurbúa að missa svo öflugan stjórnmálamann, en mér sýnist þó að hjartað í henni sé á réttum stað sem og skynsemin. Auðvitað hefur hún séð að hún geti hvorki unnið vel sem þingmaður né borgarfulltrúi sé hún í báðum störfum, og því nauðsynlegt að velja á milli annað finnst mér bara óeðlilegt, enda eiga bæði Reykvíkingar sem og Landsmenn rétt á því að hún sé að vinna með heilum hug annaðhvort í borgarstjórn eða inn á þingi, ekki satt? Og því er greinilegt að hún hefur þann pólitíska þroska sem og réttsýni að hún hætti öðru hvoru starfinu til að sinna hinu enn betur, enda eiga kjósendur það skilið. Ég vona svo sannarlega að aðrir stjórnmálamenn á landinu taki hana til fyrirmyndar, og þá sérstaklega Kristján Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og 1. þingmaður NA-kjördæmis. Hann ætlar bæði að sinna þessum störfum, en því miður mun hann ekki geta sinnt þeim af heilum hug, og því ósanngjarnt fyrir okkur Akureyringa að hann skuli ekki vera með allan hugan hér á Akureyri og að sama skapi með fullan hugan á þinginu. Nú er þvi tilkomið að hann feti í sömu fótspor og Steinunn Valdís og velji sér starfsframa.  Ég hreinlega vona það, því þá skal ég vera fyrstur manna til að klappa honum á bakið og hrósa honum.


Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband