Leita í fréttum mbl.is

Efnalitlir valda hagfræðingum hugarangri

Það má með sanni segja að litli maðurinn sé að gera hagfræðingum og öðrum fjármálastofnunum mikla skráveifu. Eða réttara sagt hræðslu. Í könnun sem var tekin meðal hagfræðinga í BNA, kom í ljós að hagfræðingar í BNA eru hræddastir við efnalítið fólk sem lenda í vanskilum með afborgarnir af lánum. En í öðru sæti á eftir efnalitlu fólki kemur hryðjuverk. En á eftir hryðjuverkaógninni kemur verðbólga, verðhækkun á eldsneyti. En það var einmitt mikið rót á fasteignamarkaði í BNA sem olli miklu róti á fjármálamörkuðum um heim allan.  En menn telja einmitt að aukin vanskil á fasteignalánum hafi verið ein af meginrótum í flökti á fasteignamarkaði í BNA. Ég sé samt ekki betur en að þetta sé einn enn áfellisdómur á stjórn George W. Bush. Stjórn Bush hefur á undanförnum 6 árum eða svo einbeitt sér að tekjuhæsta hópnum og gleymt lægst launuðu. Það tók Bush skamman tíma að eyðileggja góðan árangur Bill Clintons í mörgum málum. Þá sérstaklega velferðarmálum. Enda kæmi það ekkert á óvart að bandaríkjamenn vilji stefnubreytingu í næstu forsetakosningum.

Sá að lönd í Austur Asíu sambandinu (Asean) hafa samþykkt fríverslunarsamning við Japana. Hægt verður að klára gerð samningsins í Nóvember. Í þessum fríverslunarsamningi er talið að tollar af 90% af vörum Austur Asíu sambandsins lækki eða falli að öllu niður. Mun þessi samningur efla viðskipti beggja aðila til muna, og talið er að verslunin gæti aukist um 160 miljarða Bandaríkjadala á verðlagi 2006. Skil ég fréttina rétt hjá BBC. Austur Asíu sambandið stefnir að gera álfuna að einu stóru fríverslunarsvæði. Þeir stefna að því að semja við Suður Kóreu 2008, Ástralíu og Nýja- Sjáland árið 2010.

Allt er fertugum fært las ég einhversstaðar. En hjá sumum nærð það alla leið upp í áttrætt. Alan Greenspan, fyrrverandi Seðlabankastjóri BNA til 19 ára er engan veginn að setjast í helgan stein. Það er ekki nóg með að Greenspan sem er 81 árs reki sína eigin ráðgjafastofu, heldur var Deutsche Bank að ráða hann sem ráðgjafa. Greinilegt að Greenspan hefur engar áhyggjur af tekjutengingu né öðru slíku. Sýnir greinilega að fólk sem er komið yfir 67 ára aldur geta vel unnið og gert sitt gang í þjóðfélaginu. Sem ég vissi þó fyrir. 

Síðan undir lokin vil ég bara benda frænda mínum honum Höskuldi Þór Þórhallssyni að góðir hlutir gerast hægt. Sá í Fréttablaðinu að hann er eitthvað að pirra sig yfir að ekki hafi náðst í gegn að gera framhaldsskólabækur ókeypis fyrir nemendur. Því miður þarf að velja og hafna verkefnum, eins og hann veit sjálfur þá getum við ekki gert allt í einu. Vil bara benda honum á að Samfylkingin náði í gegn aðgerðaráætlun í þágu barna í gegn. Eitthvað sem Framsókn datt aldrei í hug að gera í 12 ára setu í ríkisstjórn. Góðir hlutir gerast hægt, og það er markmið ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðiflokks að bæta hag almennings. Það yrði fáránlegt að reyna að koma öllum kosningaloforðum flokkana í gegn á fyrsta ári kjörtímabils, það bara gengur ekki. Ég vil að menn hugsi sig um, meta aðstæður og framkvæma svo. En ekki að framkvæma og hugsa síðan um afleiðingarnar, rétt eins og Framsókn þurfti að gera eftir kosningarnar 2003.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það þýðir ekkert að benda Höskuldi og öðrum framsóknarmönnum á hvað þeir hefðu átt að gera eða hvað þeir eigi að gera - framsóknarmenn gera yfirleitt allt vitlaust.

Páll Jóhannesson, 27.8.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband