Leita í fréttum mbl.is

Frá London til Kaupmannahafnar

Ég hef lengi talað fyrir því að stöðugleiki verði að vera í efnahagslífinu svo að þjóð geti vaxið og dafnað. Efnahagsstöðugleiki þarf að vera til að fyrirtæki geti vaxið, rekstur heimila batnað. Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda framþróunnar. Hins vegar er annars vegar stöðugleiki mikilvægur. Stöugleiki í stjórnmálum er í raun forsenda fyrir því að ná stöðugleika í efnahagsmálum. Það er erfitt að ná stöðugleika í efnahagsmálum þegar er stöðugt er um stjórnarskipti. Þetta er meðal annars eitt af þeim vandamálum sem flest lönd í Afríku eru að glíma við. Órólegt stjórnmálaumhverfi gerir það að verkum að fjárfestar koma síður með fjármagn sitt inn í landið. Þar með er erfitt að byggja upp gott efnahagslíf. Þessi staðreynd er þekkt meðal hagfræðinga og annara fræðimanna. Við á Íslandi erum afar heppinn með að þurfa ekki að glíma við þessi vandamál. Ef allt er eðlilegt eru kosningar á fjögurra ára fresti, stundum verða stjórnarskipti en oftar en ekki sitja gömlu flokkarnir áfram við völd.

Vandamál í Evrópu

Í mörg ár hef ég fylgst með stjórnmálum, bæði innlendum jafnframt sem erlendum. Þegar fyrri ríkisstjórn var við völd, þá óskaði maður sér oft að stjórnasamstarfinu sliti upp úr. Maður blótaði oft gjörðir fyrri ríkisstjórnar í sand og ösku, óskandi þess að maður gæti gert eitthvað til að afstýra þeim gjörningum. Stundum þegar vinsældir ríkisstjórnarinnar virtust vera að dvína þá óskaði maður þess að kosningar yrðu sem fyrst. En loks sá maður að það er líklega best að hafa kosningar á fjögurra ára fresti.Í Danmörku er Anders Fogh Rassmussen að íhuga að efna til þingkosninga, þrátt fyrir að næstu þingkosningar eigi í raun ekki að verða fyrr en 2009, að mig minni. Ástæðan fyrir því að hann er að hugsa um þennan möguleika er að hann er að reyna að koma á skattalækkunum og ýmsum velferðarumbótum. Rassmussen telur það skynsamlegt að leggja þessar tillögur í dóm þjóðarinnar. Sniðugt að leggja umbætur í dóm þjóðarinnar, ekki satt?Á Englandi eru svipaðar pælingar. Ég las það í tímaritinu  The Economist að greinahöfundur var að skrifa um hvort Gordon Brown ætti ekki að efna til kosninga þar sem vinsældir hans eftir að hann tók við af Tony Blair eru mjög miklar. Meiri segja telja margir bretar að Brown sé  meiri eiginleikum gæddur en David Cameron formaður Íhaldsflokksins. Einnig telja menn að gáfulegt af Brown að efna til kosninga í haust, er að hækkandi vextir gætu gert Brown erfitt fyrir ef hann bíður með að kalla til kosninga. Með því að efna til kosninga núna, þegar vinsældir Browns eru miklar auka aðeins líkur á að vera lengur við völd. Tökum eftir því að hann þarf ekki að kalla til kosninga fyrr en 2010. Er það ekki einhver misnotkun á lýðræði, ég bara spyr? Hins vegar ef hann væri í öðruvísi stöðu, þ.e.a.s. óvinsæll, er ég nokkuð viss um að hann væri ekki jafn fljótur að efna til kosninga.  

Lýðræði og hentisemi 

Svo virðist vera að sumsstaðar í Evrópu að menn geti efnt til kosninga, nánast að hentisemi. Í sjálfu sér í lagi að leyfa kjósendum að segja sína skoðun á tilteknum breytingum, en að efna til kosninga? ég veit það ekki. Það að kalla til kosninga þegar vinsældir manns eru hve hæstar, er einfaldlega bara hentisemi sem ætti ekki líðast í vestrænum þjóðfélögum. Ég er ekki einn um þá skoðun að það sé nauðsynlegt að hafa kosningar á fjögurra ára fresti, nema mikið komi upp á. Rétt eins og greinahöfundur í The Economist skrifaði um, þá er það nauðsynlegt fyrir fyrirtækjarekstur að stjórnmálaumhverfið sé stöðugt, og ekki alltaf sé hægt að hringla í því. Ef menn vita aldrei fyrir vissu hverjir séu við stjórnvölinn kannski næstu 2 árin er mjög erfitt að skipuleggja framtíðinna. Ef fyrirtæki eru ávallt í óvissu með hvaða flokkar verði við völd er mjög líklegt að þau færi sínar starfssemi annarsstaðar. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir almenning að stjórnmálaástand sé stöðugt í landinu. Það er nefnilega ekkert skrítið að sum lönd í austur Evrópu og í Afríku eiga erfitt uppdráttar, meðal annars vegna órólegs stjórnmálaumhverfis. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við þurfum að pæla mikið í hér á landi, en samt sem áður eitthvað aðeins. Því jú, heimurinn er að minnka og nauðsynlegt að vita hvernig ástandið er í helstu viðskiptalöndum okkar, ekki satt? Og viljum við ekki gera okkur líka gildandi í alþjóðlegum stjórnmálum?

Sölmundur Karl Pálsson 

e.s. Allir að lesa Morgunblaðið í dag Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

össs, maður er bara alltaf að sjá þig í mogganum;) aldeilis munur!!

En þú stendur þig vel! ánægð með þig:)

Valdís Anna Jónsdóttir, 24.8.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú mátt bóka það að auðvita les ég Moggann og þá að sjálfsögðu allt sem þú skrifar, Halltu áfram á sömu braut.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.8.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hvaðan skildi hann hafa þennan ritdugnað?

Páll Jóhannesson, 24.8.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband