Leita í fréttum mbl.is

Ný ríkisstjórn í mótun og efnilegar Stjórnmálakonur

samfylkingarmerkiÞað hefur ekki farið fram hjá mörgum viðræður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun, og margir hafa spurt mig um hvað mér finnst um þessa tilvonandi ríkisstjórn. Ég er hins vegar mjög sáttur, og gaman að sjá hversu skynsamur Geir H. Haarde var að snúa sér frekar að Samfylkingunni heldur en að viðhalda samstarfi við Framsókn eða að hefja viðræður við VG. Mér hefur oft fundist Sjálfstæðisflokkurinn álítlegri kost í stjórnarsamstarfi heldur en VG, því málefni Sjálfstæðisflokks eru nær okkur í Samfylkingunni heldur en málefni VG. En auðvitað hefði ég viljað að Samfylkingin hefði fengið þá kosningu að hún hefði getað leitt stjórnarumræðurnar en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, en þetta vildu kjósendur og því verðum við að hlíta. Hins vegar myndi þessi ríkisstjórn hafa góðan meirihluta og ættu því vonandi að geta komið góðum málefnum í gegn. Það verður auðvitað spennandi að sjá þá tilvonandi stjórnarsáttmála flokkana, en ég auðvitað vona að báðir flokkarnir hafi stöðugleika að sjónarmiði, því það er eitt af velferðarmálum sem þarf að vera í lagi. Mér finnst einnig skrítið að menn séu ávallt að reyna að finna eitthvað nafn á þessari nýju ríkisstjórn, en fyrir mér skiptir það bara engu máli hvaða nafn hún á að bera, og vona að hún verði bara dæmd af verkum sínum og engu öðru. En það sem mér finnst hve mest spennandi að sjá verður skipting ráðherraembættana. Ég tel það nokkuð ljóst að Geir H. Haarde verði forsætisráðherra og hún Ingibjörg Sólrún líklega utanríkisráðherra, hitt allt óljóst að mínu mati. Ég hef þó þá ósk að Ágúst Ólafur fái fjármálaráðuneytið, því ég treysti honum fullkomlega í það embætti og veit að hann myndi sinna því embætti virkilega vel. Síðan auðvitað vona ég að Kristján Möller fái samgönguráðuneytið, en er þó ekki ýkja bjartsýnn en maður veit aldrei hvað gerist. Einnig væri það frábært ef Katrín Júlíusdóttir fengi ráðherraembætti, enda er þar ungur og öflugur þingmaður á ferð sem myndi sóma sig vel sem ráðherra. En þetta er víst ekki í mínum höndum, en ef Ingibjörg og félagar lenda í vandræðum með ráðherravalið, þá vita þau e-mailið mitt og ég skal leysa þetta. En loksins sýnist manni að við fáum frjálslynda jafnaðarmanna stjórn. En eitt veit ég þó, ef þessi stjórnarmyndun gengur upp þá mun Samfylkingin stækka enn frekar og Ingibjörg Sólrún á eftir að blómstra þegar hún kemst aftur við völd og við fáum að sjá þá Ingibjörgu sem stjórnaði borginna að miklum myndarskap. 

Úr einu í annað, ég les á hverjum degi Morgunblaðið og dagurinn hjá mér byrjar ekki fyrr en ég hef lesið Morgunblaðið svo einfalt er það. Reyndar hef ég þann vana að ég les aldrei Reykjavíkurbréfið, ég les aðeins íþróttafréttir, almennar fréttir og aðsendar greinar. Og í Morgunblaðinu í morgun las ég athyglisvert viðtal við einn efnilegan stjórnmálamann á Íslandi, en þetta var viðtal við hana Kristrúnu Heimisdóttur. Margt fróðlegt kom fram í viðtalinu, og ekki ætla ég að reifa það allt, hins vegar bendi ég fólki á að lesa viðtalið við Kristrúnu og henda reykjavíkurbréfinu í ruslatunnunana. En fyrir þá sem vita ekki hver Kristrún er þá er hún varaþingmaður í Reykjavík og er menntaður lögfræðingur. En fyrir þá sem fylgjast með íþróttum eins og ég þekkja hana kannski best sem gamall leikmaður KR í kvennaknattspyrnunni, en hún byrjaði að spila með meistaraflokki KR aðeins 10 ára gömul en hætti að mig minni um 1993 þegar hún var aðeins 22 ára. Fyrir fróðleiksfúsa spilaði hún 154 leiki með KR ef mig minni og skoraði í þeim 30 mörk sem telst mjög gott record, en endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. En Kristrún Heimisdóttir er gott dæmi um alla þá efnilegu stjórnmálakonur sem Samfylkingin hefur í röðum sínum. Má nefna hina hamingjusömu skonsu MögguStínu, Katrínu Júlíusdóttur, Bryndísi Ísfold Hlöðverðsdóttur og fleiri öflugir stjórnmálakonur sem eiga eftir að láta vel í sér heyra á næstu árum. Sölmundur Karl Pálsson  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband