Leita í fréttum mbl.is

Fundur um Fagra Ísland

Í gær héldum við Ungir jafnaðarmenn á Akureyri fund í nýja bíó um umhverfismál og stefnu Samfylkingarinnar í þeim málum, og í lok fundarins buðum við fundargestum upp á bíó, en fundargestir fengu að horfa á an inconvenient truth eftir Al Gore. Fundurinn heppnaðist nokkuð vel, en þó hefði verið skemmtilegra að fá fleiri á fundinn, en veðrið var allavega ekki að hjálpa okkur mikið.

P3180007Fundurinn byrjaði á framsögu Guðmundar Steingrímssonar, en hann fjallaði um umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, þ.e.a.s. bæklingin okkar Fagra Ísland, en svo virðist sem fleiri ætli sér að taka sér þann fína bækling til fyrirmyndar. En Guðmundur gerði umhverfisáætlun Samfylkingarinnar góð skil, enda góð stefnuskrá þar á ferð. Vil ég hér með þakka honum fyrir að gefa sér tíma til að skreppa norður og halda þennan fyrirlestur.

Á eftir Guðmundi kom Lára Stefánsdóttir, sem skipar þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðaustur kjördæmi, en hún fjallaði um umhverfismál á Akureyri og Bíódísel. En meðal efnis sem hún fjallaði um var Glerárdal, hreinsun strandlengjunar, göngu og hjólreiðastíga, Hrísey og svo loks það sem allir eru að tala um , frítt í strætó. Síðan kom hún inn á Bíódisel, en fyrir þá sem ekki vita hvað Bíódísel er, þá er það eldsneyti sem er búið til úr lífrænum efnum, þ.e. korni frá Kanada. Upphaflega átti Jón Ingi að halda þennan fyrirlestur, en hann var víst tvíbókaður þessa helgi, þá kom Lára í staðinn, og stóð sig mjög vel.

Þriðja og síðasta framsagan var um bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Upphaflega átti Þröstur Eysteinsson að flytja þennan fyrirlestur, en sökum veðurs komst hann ekki. En í staðinn kom Brynhildur Bjarnadóttir, og stóð hún sig mjög vel, og vil ég þakka henni hér með fyrir fræðandi fyrirlestur.  Brynhildur kom inn á hversu stórt hlutverk skógrækt og landgræðsla spilar í baráttunni við hnattræna hlýnun. Og þessi fyrirlestur ætti að fara á flesta ef ekki alla staði á Íslandi, enda mikilvægt innlegg í umhverfismálum.

Fundarstjóri fundarins var síðan Margrét Kristín Helgadóttir, og stóð hún sig mjög vel, enda ekki við neinuMaggaStína öðru að búast, enda er hún að verða mjög vön því að vera fundarstjóri. Þess má til gaman geta að hún er skólastjóri Stjórnmálaskólans sem haldinn verður um næstu helgi í Lárusarhúsi, en ég mun auglýsa hann seinna.

Síðan um klukkan 14:00 var sýnd myndin an inconvenient truth, og ég mæli með því að allir horfi á þessa mynd, virkilega góð og vel unnin mynd. Og pælið í því hvernig heimsmyndin væri í dag, ef hann hefði orðið bandaríkjaforseti. Skil ekki ennþá hvernig George Bush gat orðið forseti, ein af stærstu mistökum í sögu BNA.

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Fínn fundur eins og ykkar er von og vísa. Já víst voru það stór mistök hjá Amerísku þjóðinni að kjósa þennan fugl yfir sig sem forseta, sem hefur svo sannarlega hefur breytt heimsmyndinni til hins verra. 

Páll Jóhannesson, 19.3.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband