Leita í fréttum mbl.is

Ungir Jafnaðarmenn bjóða í bíó á Sunnudaginn

Við í Ungum jafnaðamönnum á Akureyri ætlum að bjóða Akureyringum og nærsveitarmönnum í bíó á morgun 18. mars klukkan 13:00 í Nýja-bíó. Allir velkomnir, ungir sem aldnir, náttúrusinnar sem og stjóriðjusinnar.

Klukkan 13:00 á sunnudaginn ætlum við Ungir Jafnaðarmenn að halda fund í Nýja-bíó um umhverfisstefnu 0606-inconvenient-truthSamfylkingarinnar. Við erum búin að fá gott fólk til að halda framsögur. Guðmundur Steingrímsson tók sér tíma og allar að koma norður á morgun og fjalla um Fagra Ísland, sem er stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Á eftir honum kemur síðan Lára Stefánsdóttir og ætlar að fræða fundarmenn um bíódisel og frítt í Strætó. Enda voru það Samfylkingarmenn sem knúðu því fram að frítt yrði í strætó hér á Akureyri, sem er að sjálfssögðu gott mál, og fleiri bæjarfélög ættu að taka okkur Akureyringa til fyrirmyndar. En eftir Láru mun svo Þröstur Eysteinsson skógfræðingur frá Egilsstöðum koma og fræða fundarmenn um kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. En að loknum framsögum, um klukkan 14:00, verður fundarmönnum boðið að sjá Óskarsverðlaunamyndina an inconcenient truth eftir Al Gore, fv. varaforseta Bandaríkjanna. Mynd sem allir ættu að sjá. Og síðan má auðvitað ekki gleyma fundarstjóranum. En fundarstjóri þessa fundar er einn af efnilegustu stjórnmálamönnum okkar, að mínu mati, en það er hún Margrét Kristín Helgadóttir, en jafnframt því að vera varaformaður UJA, skipar hún 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðaustur kjördæmi.

Ég hvet því alla Akureyringa sem og nærsveitarmenn að koma og kynna sér stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum, hvort sem menn eru umhverfissinnar eða ekki. En allir að mæta í Nýja-Bíó klukkan 13:00 á Sunnudaginn.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta verður spennandi - hvet alla til að mæta í það minnsta mæti ég

Páll Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Til hamingju með daginn þetta var flott og ykkur ungum jafnaðarmönnum til mikilla sóma.

Páll Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband