28.2.2007 | 16:56
Árshátíðarkvíði eða??
Bara að láta vita að ég er á lífi, hef ekki getað bloggað mikið, þar sem ég er að fara í próf á morgun og síðan aftur á föstudaginn. En eins og margir vita, þá er sú tíð komin að árshátiðir eru að ganga í garð, og margir vinnustaðir og stofnanir eru farnar að halda árshátiðir fyrir starfsmenn sína. Núna á laugardaginn, 3 mars verður árshátið í HA, kostar reyndar 4.000 kr. inn, matur innifalinn og hvaðeina. En vandamálið er að ég veit bara ekki hvort ég eigi að fara, og eru nokkrar ástæður fyrir því. Ég t.a.m. komst aðeins einu sinni á fjórum árum á árshátíð í Verkmenntaskólanum. Ástæðurnar fyrir því að ég komst ekki á hinar þrjár voru nokkuð einfaldar, ég var veikur í þessi þrjú skipti. Já, ótrúlegt en satt. Ég mun aldrei gleyma því á fyrsta ári mínu í VMA, og árshátiðinn var í uppsiglingu, ég og nokkrir félagar mínir vorum búinn að planleggja þvílíka skemmtun, og spennan var mikil, enda ætluðum við heldur betur að skemmta okkur. En nei, maður var búinn að panta borð og allt, en þá skyndilega lagðist maður upp í rúm veikur, og missti af allri skemmtuninni, á meðan aðrir skemmtu sér konunglega. Á öðru ári mínu, gerðist það nákvæmlega það sama, við félagarnir vorum búnir að ákveða að ætla að skemmta okkur vel þetta árið, og ég lofaði því sko að verða ekki aftur veikur, og eyðileggja allt. En nei, það ótrúlega gerðist, ég veiktist aftur, sem var mjög pirrandi, síðan að mæta í skólan eftir veikindin og heyra hversu gaman var á árshátiðinni. En allt í lagi, ég vissi að ég ætti eftir tvö ár í skólanum, og ætlaði sko að mæta á þær árshátíðir sem eftir voru. Á þriðja ári mínu ákvað ég að gefa enginn loforð, né að panta borð eða slíkt, ætlaði að gera þetta allt á síðasta snúningi. Passaði mig gífurlega að veikjast ekki, en hvað haldið þið, jú ég veiktist og gat þar af leiðandi ekki mætt á árshátiðinna, enn og aftur þurfti ég að heyra félaga mína lýsa því hversu vel þeir skemmtu sér á árshátiðinni. En á síðasta ári mínu, var ég harðákveðinn að mæta á árshátiðinna, því það hefði verið skrýtið að ganga í skóla í fjögur ár og ekki mæta á eina einustu árshátíð. Ég veiktist þó viku fyrir árshátíðinna, en með hörku skreið ég fram úr rúminnu og mætti loks á árshátíð, reyndar skemmti ég mér nú ekkert rosalega vel, þar sem maður var ennþá eitthvað veikur, en svona er þetta víst.
Eins og ég sagði áðan, er ég að velta fyrir mér hvort maður eigi að fara á árshátíð, reyndar hef ég sjaldan notið mín vel í svona í fínum veislum og annað. Og alltaf þegar ég hef skipulagt að ætla að skemmta mér vel, hef ég oftar en ekki orðið veikur. En maður þarf víst að vera fljótur að hugsa sig um, þarf víst að vera búinn að kaupa miða í síðasta lagi 2 mars. En jæja, þá er þetta tilganglausablogg búið og lesendur geta snúið sér að einhverju gáfulegu. Nema þeir sem lásu ekki þetta blogg, hljóta að vera að gera eitthvað gáfulegra, víst þeir lesa ekki bloggið mitt. Ég ætla allavega að snúa mér aftur að skólabókunum, og mæti með gott blogg á föstudaginn, um leið og prófið er búið.
kv,
Sölmundur Karl Pálsson
Athugasemdir
Heyrru ekki hugsa um þetta þú ferð í rúmið á methraða.....
Palli Jóh (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:18
Já..árshátíðarpestarnar geta verið skeinuhættar. Er svo ekki líka oft raunin að menn eru með hausverk og svona daginn eftir árshátíðir, og reyndar fleiri skemmtanir. Man ekki alveg hvað slík veiki kallast.....
Einar Hafliðason (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.