Leita í fréttum mbl.is

Mun Utanríkisráðherra hlusta?

Nú eru eflaust margir undrandi, einhverjir reiðir, aðrir bölva í hljóði eða eru hreinlegir mjög hneysklaðir. En stærsta spurningin er kannski af hverju fólk er svona undrandi, reitt, bölvandi og mjög hneykslað? Svarið er líklega mjög einfalt, Sölmundur Karl er byrjaður aftur að blogga. Já, þið lásuð rétt, ég er byrjaður að blogga aftur. Í þetta skiptið ætla ég þó að reyna að vera duglegri að blogga þar sem maður hefur jú, nægan frítíma.

Núna eru nærri 20 dagar síðan að ég varð 24. ára, sem er ekki frá sögu færandi nema að mér líður ennþá bara eins og ég væri 23. ára. En á meðan að ég hef hár á höfði og Samfylkingin er enn í meirihluta á þingi og í Akureyrarbæ er mér sama hvort ég sé 23. eða 24. ára. Skólinn í ár kláraðist óvenju snemma, en ég var kominn í sumarfrí þann  6. maí. Kennarar voru virkilega snöggir að skila inn einkunnum, og skiluðu allar 18 einingarnar í hús, og er ekki frá því að skólaárið 2007-2008 hafi verið eitt af því besta á mínum námsferli. Þannig að það eru aðeins 27 einingar eftir af Háskólanum og allt bendir til að maður klári á réttum tíma, nema náttúrlega ef maður slái næsta skólaári upp í kæruleysi til að vera eitt ár lengur. Er hins vegar farinn að huga efni í hugsanlegri lokaritgerð, og til að finna aukinn innblást fyrir hugsanlegt lokaverkefni er maður að lesa bókina Háskaleg hagkerfi eftir Þráinn Eggertsson.

Morgunblaðið finnst greinilega gaman að stríða manni. Því Morgunblaðinu fannst jú gaman að geta birt grein eftir mig á aðfangadag þar sem ég var að skamma seðlabankastjóra. En Sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtist grein eftir mig sem ég var löngu búinn að gleyma að ég hafi skilað inn. En greinina skrifaði ég þegar Utanríkisráðherra birti nýtt frumvarp um alþjóða þróunarsamvinnu Íslendinga. Frumvarpið var ekki eins og ég hefði viljað. En Morgunblaðið vildi greinilega bíða með að birta þessa grein þangað til að þinghlé væri gert þannig að grein mín hefði lítið að segja. Ég vona hins vegar að Formaður Samfylkingarinnar sem og aðrir þingmenn. Í raun hef ég nokkrar hugmyndir um hvernig Ísland eigi að bæta þróunarsamvinnu sína, en hvort að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlusti á mig, skal ósagt látið en ég að sjálfssögðu vona það. Þeir sem ekki hafa aðgang að Morgunblaðinu geta lesið greinina á politik.is.  Ég mun þó halda áfram að skrifa og skoða þróunarsamvinnu Íslendinga, hvort sem Sighvati Björgvinssyni framkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnun Íslands líkar betur eða verr.

En hvað með það. Þó svo að mér finnist handbolti ekkert sérstaklega skemmtileg íþrótt ætla ég nú samt að horfa á leik Íslands og Svíþjóðar. En hvort sem manni finnst íþróttin skemmtileg eða ekki, styður maður jú auðvitað sitt landslið.


Ný grein á Politik.is

Ætla bara að hvetja fólk til að lesa nýjasta ritstjórnarpistil minn á politik.is. Endilega notið þið tjáninga- og skoðanafrelsið til að kommenta á greinina mína hérna.

 


Ábyrgðarleysi stjórnmálamanna?

Best að láta vita að ég er ennþá sprell lifandi, en hefur undanfarna daga verið að hugsa um hvað ég eigi að gera við þetta blogg. Hvort ég eigi að halda áfram með það, eða að láta það róa og leyfa öðrum að tjá sig hér í bloggheiminum. Reyndar hafa síðustu mánuðir orðið mjög erfiðir, og getur maður varla farið að slappa af fyrr en 14. des. Vonandi. En síðustu vikur hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá manni, það fyrsta og sennilega það merkilegast var að í haust tók ég við ritstjórn hjá vefriti Ungra jafnaðarmanna, politik.is, og margir klukkutímar farið í vinnu í sambandi við síðuna. Í dag birtist t.a.m. grein eftir mig á vefnum sem nefnist ,, Ber almenningur ábyrgð á ábyrgðarleysi stjórnmálamanna?". Síðan fór líka mikill tími hjá mér í að skrifa ritgerð í þróunarmálum þar sem ég var að bera saman skipulagi og uppbyggingu þróunaraðstoðar á íslandi og Danmerkur. Komu niðurstöðurnar ekki á óvart, en bráðlega mun ég þó koma með nokkrar greinar um þetta málefni. Síðan er ég líka að gera rannsóknarverkefni hérna upp í skóla, sem nefnist sjómennskan og draumar. Er ég að safna saman nokkrum draumum sjómanna og tengja þá við menningu og starfshætti sjómanna. Afar skemmtilegar pælingar þarna á ferð, enda sjávarútvegur lengi vel okkar aðal atvinnugrein, og þjóðarbúskapurinn sveiflaðist oft eftir afkomu sjávarútvegsins.

Hvet fólk eindregið til að vera duglegt að skoða vef okkar Ungra jafnaðarmanna. Vonandi á hann einungis eftir að eflast enn frekar.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Efnalitlir valda hagfræðingum hugarangri

Það má með sanni segja að litli maðurinn sé að gera hagfræðingum og öðrum fjármálastofnunum mikla skráveifu. Eða réttara sagt hræðslu. Í könnun sem var tekin meðal hagfræðinga í BNA, kom í ljós að hagfræðingar í BNA eru hræddastir við efnalítið fólk sem lenda í vanskilum með afborgarnir af lánum. En í öðru sæti á eftir efnalitlu fólki kemur hryðjuverk. En á eftir hryðjuverkaógninni kemur verðbólga, verðhækkun á eldsneyti. En það var einmitt mikið rót á fasteignamarkaði í BNA sem olli miklu róti á fjármálamörkuðum um heim allan.  En menn telja einmitt að aukin vanskil á fasteignalánum hafi verið ein af meginrótum í flökti á fasteignamarkaði í BNA. Ég sé samt ekki betur en að þetta sé einn enn áfellisdómur á stjórn George W. Bush. Stjórn Bush hefur á undanförnum 6 árum eða svo einbeitt sér að tekjuhæsta hópnum og gleymt lægst launuðu. Það tók Bush skamman tíma að eyðileggja góðan árangur Bill Clintons í mörgum málum. Þá sérstaklega velferðarmálum. Enda kæmi það ekkert á óvart að bandaríkjamenn vilji stefnubreytingu í næstu forsetakosningum.

Sá að lönd í Austur Asíu sambandinu (Asean) hafa samþykkt fríverslunarsamning við Japana. Hægt verður að klára gerð samningsins í Nóvember. Í þessum fríverslunarsamningi er talið að tollar af 90% af vörum Austur Asíu sambandsins lækki eða falli að öllu niður. Mun þessi samningur efla viðskipti beggja aðila til muna, og talið er að verslunin gæti aukist um 160 miljarða Bandaríkjadala á verðlagi 2006. Skil ég fréttina rétt hjá BBC. Austur Asíu sambandið stefnir að gera álfuna að einu stóru fríverslunarsvæði. Þeir stefna að því að semja við Suður Kóreu 2008, Ástralíu og Nýja- Sjáland árið 2010.

Allt er fertugum fært las ég einhversstaðar. En hjá sumum nærð það alla leið upp í áttrætt. Alan Greenspan, fyrrverandi Seðlabankastjóri BNA til 19 ára er engan veginn að setjast í helgan stein. Það er ekki nóg með að Greenspan sem er 81 árs reki sína eigin ráðgjafastofu, heldur var Deutsche Bank að ráða hann sem ráðgjafa. Greinilegt að Greenspan hefur engar áhyggjur af tekjutengingu né öðru slíku. Sýnir greinilega að fólk sem er komið yfir 67 ára aldur geta vel unnið og gert sitt gang í þjóðfélaginu. Sem ég vissi þó fyrir. 

Síðan undir lokin vil ég bara benda frænda mínum honum Höskuldi Þór Þórhallssyni að góðir hlutir gerast hægt. Sá í Fréttablaðinu að hann er eitthvað að pirra sig yfir að ekki hafi náðst í gegn að gera framhaldsskólabækur ókeypis fyrir nemendur. Því miður þarf að velja og hafna verkefnum, eins og hann veit sjálfur þá getum við ekki gert allt í einu. Vil bara benda honum á að Samfylkingin náði í gegn aðgerðaráætlun í þágu barna í gegn. Eitthvað sem Framsókn datt aldrei í hug að gera í 12 ára setu í ríkisstjórn. Góðir hlutir gerast hægt, og það er markmið ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðiflokks að bæta hag almennings. Það yrði fáránlegt að reyna að koma öllum kosningaloforðum flokkana í gegn á fyrsta ári kjörtímabils, það bara gengur ekki. Ég vil að menn hugsi sig um, meta aðstæður og framkvæma svo. En ekki að framkvæma og hugsa síðan um afleiðingarnar, rétt eins og Framsókn þurfti að gera eftir kosningarnar 2003.


Frá London til Kaupmannahafnar

Ég hef lengi talað fyrir því að stöðugleiki verði að vera í efnahagslífinu svo að þjóð geti vaxið og dafnað. Efnahagsstöðugleiki þarf að vera til að fyrirtæki geti vaxið, rekstur heimila batnað. Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda framþróunnar. Hins vegar er annars vegar stöðugleiki mikilvægur. Stöugleiki í stjórnmálum er í raun forsenda fyrir því að ná stöðugleika í efnahagsmálum. Það er erfitt að ná stöðugleika í efnahagsmálum þegar er stöðugt er um stjórnarskipti. Þetta er meðal annars eitt af þeim vandamálum sem flest lönd í Afríku eru að glíma við. Órólegt stjórnmálaumhverfi gerir það að verkum að fjárfestar koma síður með fjármagn sitt inn í landið. Þar með er erfitt að byggja upp gott efnahagslíf. Þessi staðreynd er þekkt meðal hagfræðinga og annara fræðimanna. Við á Íslandi erum afar heppinn með að þurfa ekki að glíma við þessi vandamál. Ef allt er eðlilegt eru kosningar á fjögurra ára fresti, stundum verða stjórnarskipti en oftar en ekki sitja gömlu flokkarnir áfram við völd.

Vandamál í Evrópu

Í mörg ár hef ég fylgst með stjórnmálum, bæði innlendum jafnframt sem erlendum. Þegar fyrri ríkisstjórn var við völd, þá óskaði maður sér oft að stjórnasamstarfinu sliti upp úr. Maður blótaði oft gjörðir fyrri ríkisstjórnar í sand og ösku, óskandi þess að maður gæti gert eitthvað til að afstýra þeim gjörningum. Stundum þegar vinsældir ríkisstjórnarinnar virtust vera að dvína þá óskaði maður þess að kosningar yrðu sem fyrst. En loks sá maður að það er líklega best að hafa kosningar á fjögurra ára fresti.Í Danmörku er Anders Fogh Rassmussen að íhuga að efna til þingkosninga, þrátt fyrir að næstu þingkosningar eigi í raun ekki að verða fyrr en 2009, að mig minni. Ástæðan fyrir því að hann er að hugsa um þennan möguleika er að hann er að reyna að koma á skattalækkunum og ýmsum velferðarumbótum. Rassmussen telur það skynsamlegt að leggja þessar tillögur í dóm þjóðarinnar. Sniðugt að leggja umbætur í dóm þjóðarinnar, ekki satt?Á Englandi eru svipaðar pælingar. Ég las það í tímaritinu  The Economist að greinahöfundur var að skrifa um hvort Gordon Brown ætti ekki að efna til kosninga þar sem vinsældir hans eftir að hann tók við af Tony Blair eru mjög miklar. Meiri segja telja margir bretar að Brown sé  meiri eiginleikum gæddur en David Cameron formaður Íhaldsflokksins. Einnig telja menn að gáfulegt af Brown að efna til kosninga í haust, er að hækkandi vextir gætu gert Brown erfitt fyrir ef hann bíður með að kalla til kosninga. Með því að efna til kosninga núna, þegar vinsældir Browns eru miklar auka aðeins líkur á að vera lengur við völd. Tökum eftir því að hann þarf ekki að kalla til kosninga fyrr en 2010. Er það ekki einhver misnotkun á lýðræði, ég bara spyr? Hins vegar ef hann væri í öðruvísi stöðu, þ.e.a.s. óvinsæll, er ég nokkuð viss um að hann væri ekki jafn fljótur að efna til kosninga.  

Lýðræði og hentisemi 

Svo virðist vera að sumsstaðar í Evrópu að menn geti efnt til kosninga, nánast að hentisemi. Í sjálfu sér í lagi að leyfa kjósendum að segja sína skoðun á tilteknum breytingum, en að efna til kosninga? ég veit það ekki. Það að kalla til kosninga þegar vinsældir manns eru hve hæstar, er einfaldlega bara hentisemi sem ætti ekki líðast í vestrænum þjóðfélögum. Ég er ekki einn um þá skoðun að það sé nauðsynlegt að hafa kosningar á fjögurra ára fresti, nema mikið komi upp á. Rétt eins og greinahöfundur í The Economist skrifaði um, þá er það nauðsynlegt fyrir fyrirtækjarekstur að stjórnmálaumhverfið sé stöðugt, og ekki alltaf sé hægt að hringla í því. Ef menn vita aldrei fyrir vissu hverjir séu við stjórnvölinn kannski næstu 2 árin er mjög erfitt að skipuleggja framtíðinna. Ef fyrirtæki eru ávallt í óvissu með hvaða flokkar verði við völd er mjög líklegt að þau færi sínar starfssemi annarsstaðar. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir almenning að stjórnmálaástand sé stöðugt í landinu. Það er nefnilega ekkert skrítið að sum lönd í austur Evrópu og í Afríku eiga erfitt uppdráttar, meðal annars vegna órólegs stjórnmálaumhverfis. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við þurfum að pæla mikið í hér á landi, en samt sem áður eitthvað aðeins. Því jú, heimurinn er að minnka og nauðsynlegt að vita hvernig ástandið er í helstu viðskiptalöndum okkar, ekki satt? Og viljum við ekki gera okkur líka gildandi í alþjóðlegum stjórnmálum?

Sölmundur Karl Pálsson 

e.s. Allir að lesa Morgunblaðið í dag Wink

 


Í Arkansas..........

summer,,Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt” söng meistari Bubbi Morthens, en þrátt fyrir sumarið er hjartað mitt bara ennþá rautt, rétt eins og hjá sönnum jafnaðarmanni. Ég hef verið mjög latur við að blogga í sumar, enda hef ég bara í sannleika sagt ekki nennt að blogga, enda er sumarið hjá mér bara býsna rólegt, lítið um að vera nema kannski vinnann. Fyrir þá sem ekki vita er ég að vinna hjá póstinum, byrjaði fyrr í sumar að vinna frá klukkan 07:00-12 og síðan aftur 15:30-19:00.En svo í Júlí var vaktinni minni breytt og nú vinn ég frá klukkan 14:00-22:00. Þessi nýji vinnutími gerir það að verkum að ég er að keyra út á kvöldin sem þýðir fyrir ykkur sem búa á Akureyri og eigið von á pakka er aldrei að vita nema að ég banki upp á.

Þrátt fyrir að ég sé ekki að blogga reglulega þá er ég að skrifa mjög mikið í sumar. Er búinn að skrifa svona einn og einn bút í greinar sem eiga eftir að birtast opinberlega, svo núna geti þið beðið spennt. Einnig hef ég verið að leika blaðamann í sumar, en þó mismikið. Hef verið í sumar að skrifa um leiki Þórs í knattspyrnunni fyrir síðunna fotbolti.net, og hef haft gaman af þó svo að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið. En maður er jú professional í þessu starfi svo að ég læt það ekki á mig fá í skrifum. Síðan prófaði ég að vera blaðamaður fréttablaðsins í eitt kvöld er þegar svokallaður Old boys landsleikur var hér á Akureyri. Það að vera blaðamaður í einn dag var ótrúlega gaman, og það var gaman að tala við menn eins og Guðna Bergs, Eyjólf Sverrisson, Atla Eðvalds og Halldór Áskelsson, allt saman menn sem maður horfði á leika knattspyrnu þegar maður var yngri.

Annars hefur sumarið hingað til verið mjög rólegt, og þegar maður er ekki að vinna né að skrifa þá er maður bara að lesa. Er þessa dagana að lesa tvær bækur, sú fyrri er mjög athyglisverð, en sú bók heitir Fall Berlínar, mjög fróðleg bók. Einnig er ég að lesa bók eftir Kurt Vonnegut, Breakfast of the Champions. Hef alltaf ætlað að lesa hana eftir að ég las Slaugtherhouse Five. Hef ekki ennþá orðið fyrir vonbrigðum með bókina, er þó ekki búinn með hana, en hún er mjög kaldhæðin, og með skrítin humor, sem er bara gott mál. 

 Já, síðan má ég ekki gleyma þeim stórmerkaatburði að ég fór út á skemmtanalífið sl. laugardag. Já, þið lásuð rétt. Ég þorði loksins að snúa aftur í miðbæ Akureyrar og nú í fylgd nokkurra höfuðborgarbúa. Fór fyrst á Græna hattinn á tónleika með raddbandinu Voxfox, algjör snilld, hef sjaldan skemmt mér svona vel á tónleikum og þarna, tær snilld og mæli með því að fólk fari á tónleika með þessum krökkum. Eftir tónleikanna tók ég þau Pálma frænda, Birgittu kærustu hans og Siffu frænku á Café Amour og bauð þeim  Hvítvín, Breezer og bjór. Ekki amalegt að fara út að skemmta sér með mér, eða hvað? En höfuðborgarbúarnir gáfust fljótt upp, og héldu heim á leið, ég var kannski ekki eins skemmtilegur og ég hélt? Ég hins vegar hélt bara áfram, var smá stund lengur á Amour, en síðan ætlaði ég að hitta á Helga sem var staddur í bænum. En á leiðinni til Helga hitti ég á Reyni sem var fyrir utan Kaffi Karólínu, fór aðeins með honum inn á kaffi Karólínu, hitti þar meðal annars líka hann Hjalta Þór félaga minn úr Háskólanum. Síðan þegar ég gafst upp á kaffi Karólínu, náði ég loks á Helga í miðbænum þegar hann og Áslaug voru að versla sér eitthvað að borða. Síðan þegar heim var komið fór ég upp í rúm, fékk mér afgang af marsipantertu sem til var í ísskápnum og horfði á gamla spaugsstofuþætti sem og einnig gömul tilþrif með Michael Jordan, hvað er betra?

 

Lofa að það verður styttra í næsta blogg.

 

Nytsamlegur fróðleikur: Í Arkansas eru munnmök bönnuð og ekki má geyma krókódíla í baðkörum. Þar að auki er ólöglegt að bera nafn ríkisins vitlaust fram.

Kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Alvöru stjórnmálamaður

Þegar menn gera góða hluti, þá eiga menn auðvitað skilið að fá klapp á bakið en aftur á móti ef menn gera einhverjar vitleysur að okkar mati er það skylda okkar að gagnrýna, en þó aðeins á uppbyggilegan hátt. Stjórnmálamenn þekkja líklega best gagnrýninna, því fólk er jú fljótt að stökkva upp á nef sitt er stjórnmálamenn gera einhvern skandall að mati almennings. Hins vegar er almenningur ekki jafn fljótur að stökkva til og hrósa stjórnmálamönnum fyrir góð verk, hvort sem um er að ræða stór eða lítil mál. En þetta virðist vera tilhneiging manneskjurnar, því við erum fljótari að sjá ljótu hlutina en þá fallegu. Þó svo að uppbyggileg gagnrýni sé mikilvæg, þá megum við ekki heldur gleyma að hrósa fólki fyrir þau góðu verk sem þau vinna, skiptir engu hvort um stjórnmálamenn eða íþróttamenn að ræða, það er alltaf gott að fá hrós, og þau halda manni jú alltaf gangandi ekki satt?

 Það er mismunandi hversu vel stjórnmálamenn eru þroskaðir eða þ.e.a.s. hversu miklan pólitískan þroska stjórnmálamenn hafa, og þá skiptir aldurinn engu máli heldur er þetta oft í genum í fólki, en auðvitað næst áveðinn pólitískur þroski með reynslunni en það er þó ekki sjálfgefið. Í gær sýndi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, frv. borgarstjóri mikinn pólitískan þroska er hún ætlar að hætta í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún er orðinn alþingismaður. Fyrr í vetur skrifaði ég grein inn á vefsvæði ungra jafnaðarmanna um valddreifingu, og hversu mikilvægt þar er að valdið sé á margra höndum. Ég hef lengi verið á móti því að alþingismenn sinni einhverjum öðrum störfum en þingmennsku, en því miður virðist það hafa viðgengist að þingmenn séu að sýsla við eitthvað annað í leiðinni. Einnig hefur mér lengi fundist það skrítið að ráðherrar séu einnig þingmenn, en þar sitja þá ráðherrar bæði með framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Því er ég mjög ánægður með Steinunni að hún skuli vera að hætta í borgarstjórn, sem er auðvitað vont fyrir Reykjavíkurbúa að missa svo öflugan stjórnmálamann, en mér sýnist þó að hjartað í henni sé á réttum stað sem og skynsemin. Auðvitað hefur hún séð að hún geti hvorki unnið vel sem þingmaður né borgarfulltrúi sé hún í báðum störfum, og því nauðsynlegt að velja á milli annað finnst mér bara óeðlilegt, enda eiga bæði Reykvíkingar sem og Landsmenn rétt á því að hún sé að vinna með heilum hug annaðhvort í borgarstjórn eða inn á þingi, ekki satt? Og því er greinilegt að hún hefur þann pólitíska þroska sem og réttsýni að hún hætti öðru hvoru starfinu til að sinna hinu enn betur, enda eiga kjósendur það skilið. Ég vona svo sannarlega að aðrir stjórnmálamenn á landinu taki hana til fyrirmyndar, og þá sérstaklega Kristján Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og 1. þingmaður NA-kjördæmis. Hann ætlar bæði að sinna þessum störfum, en því miður mun hann ekki geta sinnt þeim af heilum hug, og því ósanngjarnt fyrir okkur Akureyringa að hann skuli ekki vera með allan hugan hér á Akureyri og að sama skapi með fullan hugan á þinginu. Nú er þvi tilkomið að hann feti í sömu fótspor og Steinunn Valdís og velji sér starfsframa.  Ég hreinlega vona það, því þá skal ég vera fyrstur manna til að klappa honum á bakið og hrósa honum.


Vel heppnuð grillveisla

P5260006Í gær tók ég upp á þeirri nýbreytni og bauð nokkrum útvöldum í grillveislu í gær, grillaðar voru pylsur, hunangslegið svínakjöt og kryddaðar svínakotelettur og í eftirrétt voru siðan grillaðir banannar sem fylltir voru með mars súkkulaði og einnig var boðið upp á vanillu ís. Ég bauð foreldrum mínum og yngri systur minni, enda var það faðir minn sem grillaði, enda algjör snillingur á því sviði. Síðan bauð ég honum Einari, en fyrir þá sem ekki vita þá kynntist ég honum í viðskiptafræðinni í Verkmenntaskólanum, í þeirri miklu klíku sem viðskiptadeildinn var í þá daga. Einnig bauð ég henni Valdísi formanni UJA, en henni kynntist ég nú líka í viðskiptafræðinni í VMA, og síðast en ekki síst bauð ég þeim heiðurshjónum Margréti Kristínu og Reyni Alberti ásamt barni þeirra Sunnu Mekkín. En Margréti kynntist ég í gegnum UJA en Reyni kynntist ég í gegnum Háskólann. 

P5260010En til að gera langa sögu stutta, þá var maturinn tær snilld sem og eftirrétturinn sem auðvitað bregst aldrei. Ég held að grillveislan hafi heppnast ágætlega, þó svo að veðrið hefði ekki verið upp á sitt besta, og því var ekki hægt að borða úti, en það verður bara að bíða betri tíma. Og ekki má gleyma því að Sunna Mekkín dóttir þeirra Möggu og Reynis fór algjörlega á kostum í veislunni. Hins vegar var tilefni grillveislunar tvíþætt, það fyrsta var þetta nokkurskonar afmælismatur, þar sem ég átti afmæli þann 12. maí en þurfti að vinna í undirkjörstjórn og gat því ekki haldið neina veislu eða neitt á afmælisdaginn minn. Seinna tilefnið var bara að þakka fyrir mig. Ég tók erfiða ákvörðum þegar ég ákvað að hætta í hagfræðinni í HÍ og koma heim aftur, mér leið þó vel í Reykjavík en þó vantaði ávallt eitthvað svo að ég gæti fest mig í sessi í Reykjavík. En þetta fólk sem ég bauð í grillveisluna, hefur gert þessa ákvörðun mína að snúa aftur heim, að líklega að minni bestu ákvörðun og ég sé ekki eftir því að fara í Háskólann á Akureyri. Og í raun hefur þetta fólk gert þetta skólaárið eitt af því besta sem ég hef upplifað. Það var gaman að geta aftur horft á Meistaradeildar leiki með Einari, rétt eins og maður gerði þegar maður var í VMA. Síðan er ég mjög ánægður með að Valdís hafi hringt í mig í haust og drifið mig inn í starfið hjá UJA, en það starf hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt, enda kynnst fullt af frábæru fólki. Síðan auðvitað hef ég lært heilmikið af hjónunum Margréti og Reyni, þau hafa sýnt manni að það er hægt að stofna heimili og verið samt í fullu háskólanámi, og staðið sig vel. Reyndar hef ég lært heilmikið af henni Margréti á þessum fáu mánuðum sem ég hef þekkt hana, og síðan hefur Reynir maðurinn hennar sem og aðrir skólafélagar í HA gert skólann skemmtilegan, og nú er aftur orðið gaman að mæta í skólann. Einnig er ég mjög ánægður með að foreldrar mínir skildu hleypa mér aftur inn í húsið þeirra, eftir að hafa flutt að heiman.Allt þetta fólk hefur gert mig þó að betri manneskju, sem hlýtur að vera markmið manns að verða ávallt betri manneskja. En síðan auðvitað vantaði nokkra aðra vini mína, t.d. Helga og Halldór, en þeir báðir búa í Reykjavík, og gátu því ekki komist.

Hins vegar segi ég bara enn og aftur takk fyrir mig, þið eruð frábær! Ég mun eflaust endurtaka þennan leik í sumar þegar veðrið verður betra og maður getur borðað úti.

 Kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Ertu maður eða mús?

Eitt af því sem ég elska við körfuknattleik er þegar leikir eru jafnir og spurningin er hvort leikmaður verði hetja eða skúrkur. Það er alltaf gaman að sjá þegar menn þora að taka af skarið, þegar það heppnast hrósar maður einstaklingi, en ef það klikkar þá blótar maður honum og stundum vorkenni maður honum um leið. En það skemmtilega við íþróttir er að annað hvort ertu maður eða mús og verður því annað hvort hetja eða skúrkur. Sama á við um pólitíkina, annaðhvort ertu maður eða mús.           

 Tveir stjórnmálamenn koma upp í huga mér þegar ég hugsa um þessi mál, og hvorugur get ég talið sem menn heldur mýs. Báðir hafa þessir menn koma úr röðum Framsóknarflokksins og þeir verða sjaldnast þekktir í Íslandssögunni fyrir hetjudáðir sínar á hinum pólitíska vígvelli. Þessir menn eiga það sameiginlegt að hafa gegnt formennsku í Framsóknarflokknum og eru þetta að sjálfssögðu þeir kumpánar Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson.Halldór Ásgrímsson þekkja nú allir, fyrrverandi utanríkis- og sjávarútvegsráðherra, og einnig var hann Forsætisráðherra í 1 ½ ár. Mér líkaði svo sem ágætlega við kauða, þrátt fyrir að hann talaði ósköp hægt en þó skiljanlega. Hins vegar þegar á reyndi, kikknaði hann í knjánum og fór með skömm út úr forsætisráðuneytinu og úr formannastól framsóknarmanna. Halldór Ásgrímsson tók á sig alla ábyrgð fyrir því afhroði sem Framsóknarflokkurinn galt í sveitarstjórnarkosningunum 2006, sem er fínt. En Halldóri datt líklega aldrei í hug að sýna það hugrekki að sitja áfram sem formaður og rífa flokkinn upp úr öldudalnum, heldur kaus hann að fara auðveldu leiðina með skömm og skildi flokkinn eftir í sárum sem varð orðið að sökkvandi skipi. Maður eða mús?           

 Hin kumpánann þekkja nú flestir, Jón Sigurðsson tók við af Halldóri og var hlutverk hans að rífa flokkinn upp og bjarga því sem bjarga varð. Hann þóttist við upphaf formennsku sinnar vera kaldur kall, en þegar á reyndi kikknaði hann í hnjánum rétt eins og forveri hans Halldór Ásgrímsson. Nú, eftir Alþingiskosningarnar og ljóst er að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur náðu saman í ríkisstjórn hyggst hann segja af sér sem formaður Framsóknaflokksins. En mér er þá spurn, hélt Jón Sigurðsson virkilega að það tæki nokkra mánuði að rífa flokkinn upp? Eða hefur honum ekki heldur dottið í hug að sýna það hugrekki að sitja áfram þrátt fyrir erfiðleika og sitja áfram sem formaður flokksins og rífa flokkinn upp? Hins vegar ef hann myndi velja seinni kostinn og sitja áfram og rífa flokkinn upp, þá fyrst gæti maður borið virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni sem stjórnmálamanni.            

 En þó eru ekki allir stjórnmálamenn á Íslandi eins og þeir kumpánar Halldór og Jón. Hver man ekki eftir því þegar Ingibjörg hætti sem borgarstjóri og tók sæti á lista Samfylkingar 2003, en náði ekki inn á Alþingi og þurfti að þola stanslausar árásir andstæðinga sína. Hún ákvað að standa á sínu, og í staðinn fyrir að velja auðveldu leiðina þ.e.a.s. að hætta og fara að gera eitthvað annað, þá ákvað hún að velja erfiðu leiðina. Í dag sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun, hún er formaður næst stærsta stjórnmálaflokks landsins og er að leiða flokkinn í fyrsta skipti inn í ríkisstjórn. Þarna sýndi hún hugrekki að flýja ekki af hólmi þegar mest á reyndi, og ég er nokkuð viss að hún er mjög stolt af sjálfum sér vegna þessarar ákvörðun sinnar.           

 Stjórnmálamenn verða að hafa það í huga að það er ekki alltaf rétt að velja auðveldustu leiðina, heldur hljótum við að vilja fara erfiðu leiðina bara af því að hún er erfiðari, taka áskorun. Við verðum ávallt stolt af okkur sjálfum þegar við ljúkum við erfiðu leiðina því við vitum að hún er erfiðari. Og því verðum við að spyrja okkur sjálf af því hvort við séum menn/konur eða mýs? Og hvort við viljum verða hetjur eða skúrkar? Það skiptir engu hvort við erum íþróttamenn eða stjórnmálamenn, eða bara almennur borgari að taka ákvarðanir í daglegu lífi. Að velja erfiðari leiðina af því að hún er erfiðari sýnir hugrekki, sem hver og einn vill sýna, og svo þegar okkur tekst tiltekið verkefni þá fáum við þessa góðu tilfinningu sem er að ljúka erfiðu verkefni og þá getum við sagt  ,, mér tókst það, komið með næsta verkefni.” 

Sölmundur Karl Pálsson


Ný ríkisstjórn í mótun og efnilegar Stjórnmálakonur

samfylkingarmerkiÞað hefur ekki farið fram hjá mörgum viðræður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun, og margir hafa spurt mig um hvað mér finnst um þessa tilvonandi ríkisstjórn. Ég er hins vegar mjög sáttur, og gaman að sjá hversu skynsamur Geir H. Haarde var að snúa sér frekar að Samfylkingunni heldur en að viðhalda samstarfi við Framsókn eða að hefja viðræður við VG. Mér hefur oft fundist Sjálfstæðisflokkurinn álítlegri kost í stjórnarsamstarfi heldur en VG, því málefni Sjálfstæðisflokks eru nær okkur í Samfylkingunni heldur en málefni VG. En auðvitað hefði ég viljað að Samfylkingin hefði fengið þá kosningu að hún hefði getað leitt stjórnarumræðurnar en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, en þetta vildu kjósendur og því verðum við að hlíta. Hins vegar myndi þessi ríkisstjórn hafa góðan meirihluta og ættu því vonandi að geta komið góðum málefnum í gegn. Það verður auðvitað spennandi að sjá þá tilvonandi stjórnarsáttmála flokkana, en ég auðvitað vona að báðir flokkarnir hafi stöðugleika að sjónarmiði, því það er eitt af velferðarmálum sem þarf að vera í lagi. Mér finnst einnig skrítið að menn séu ávallt að reyna að finna eitthvað nafn á þessari nýju ríkisstjórn, en fyrir mér skiptir það bara engu máli hvaða nafn hún á að bera, og vona að hún verði bara dæmd af verkum sínum og engu öðru. En það sem mér finnst hve mest spennandi að sjá verður skipting ráðherraembættana. Ég tel það nokkuð ljóst að Geir H. Haarde verði forsætisráðherra og hún Ingibjörg Sólrún líklega utanríkisráðherra, hitt allt óljóst að mínu mati. Ég hef þó þá ósk að Ágúst Ólafur fái fjármálaráðuneytið, því ég treysti honum fullkomlega í það embætti og veit að hann myndi sinna því embætti virkilega vel. Síðan auðvitað vona ég að Kristján Möller fái samgönguráðuneytið, en er þó ekki ýkja bjartsýnn en maður veit aldrei hvað gerist. Einnig væri það frábært ef Katrín Júlíusdóttir fengi ráðherraembætti, enda er þar ungur og öflugur þingmaður á ferð sem myndi sóma sig vel sem ráðherra. En þetta er víst ekki í mínum höndum, en ef Ingibjörg og félagar lenda í vandræðum með ráðherravalið, þá vita þau e-mailið mitt og ég skal leysa þetta. En loksins sýnist manni að við fáum frjálslynda jafnaðarmanna stjórn. En eitt veit ég þó, ef þessi stjórnarmyndun gengur upp þá mun Samfylkingin stækka enn frekar og Ingibjörg Sólrún á eftir að blómstra þegar hún kemst aftur við völd og við fáum að sjá þá Ingibjörgu sem stjórnaði borginna að miklum myndarskap. 

Úr einu í annað, ég les á hverjum degi Morgunblaðið og dagurinn hjá mér byrjar ekki fyrr en ég hef lesið Morgunblaðið svo einfalt er það. Reyndar hef ég þann vana að ég les aldrei Reykjavíkurbréfið, ég les aðeins íþróttafréttir, almennar fréttir og aðsendar greinar. Og í Morgunblaðinu í morgun las ég athyglisvert viðtal við einn efnilegan stjórnmálamann á Íslandi, en þetta var viðtal við hana Kristrúnu Heimisdóttur. Margt fróðlegt kom fram í viðtalinu, og ekki ætla ég að reifa það allt, hins vegar bendi ég fólki á að lesa viðtalið við Kristrúnu og henda reykjavíkurbréfinu í ruslatunnunana. En fyrir þá sem vita ekki hver Kristrún er þá er hún varaþingmaður í Reykjavík og er menntaður lögfræðingur. En fyrir þá sem fylgjast með íþróttum eins og ég þekkja hana kannski best sem gamall leikmaður KR í kvennaknattspyrnunni, en hún byrjaði að spila með meistaraflokki KR aðeins 10 ára gömul en hætti að mig minni um 1993 þegar hún var aðeins 22 ára. Fyrir fróðleiksfúsa spilaði hún 154 leiki með KR ef mig minni og skoraði í þeim 30 mörk sem telst mjög gott record, en endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. En Kristrún Heimisdóttir er gott dæmi um alla þá efnilegu stjórnmálakonur sem Samfylkingin hefur í röðum sínum. Má nefna hina hamingjusömu skonsu MögguStínu, Katrínu Júlíusdóttur, Bryndísi Ísfold Hlöðverðsdóttur og fleiri öflugir stjórnmálakonur sem eiga eftir að láta vel í sér heyra á næstu árum. Sölmundur Karl Pálsson  


Næsta síða »

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband