Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Mun Utanríkisráðherra hlusta?

Nú eru eflaust margir undrandi, einhverjir reiðir, aðrir bölva í hljóði eða eru hreinlegir mjög hneysklaðir. En stærsta spurningin er kannski af hverju fólk er svona undrandi, reitt, bölvandi og mjög hneykslað? Svarið er líklega mjög einfalt, Sölmundur Karl er byrjaður aftur að blogga. Já, þið lásuð rétt, ég er byrjaður að blogga aftur. Í þetta skiptið ætla ég þó að reyna að vera duglegri að blogga þar sem maður hefur jú, nægan frítíma.

Núna eru nærri 20 dagar síðan að ég varð 24. ára, sem er ekki frá sögu færandi nema að mér líður ennþá bara eins og ég væri 23. ára. En á meðan að ég hef hár á höfði og Samfylkingin er enn í meirihluta á þingi og í Akureyrarbæ er mér sama hvort ég sé 23. eða 24. ára. Skólinn í ár kláraðist óvenju snemma, en ég var kominn í sumarfrí þann  6. maí. Kennarar voru virkilega snöggir að skila inn einkunnum, og skiluðu allar 18 einingarnar í hús, og er ekki frá því að skólaárið 2007-2008 hafi verið eitt af því besta á mínum námsferli. Þannig að það eru aðeins 27 einingar eftir af Háskólanum og allt bendir til að maður klári á réttum tíma, nema náttúrlega ef maður slái næsta skólaári upp í kæruleysi til að vera eitt ár lengur. Er hins vegar farinn að huga efni í hugsanlegri lokaritgerð, og til að finna aukinn innblást fyrir hugsanlegt lokaverkefni er maður að lesa bókina Háskaleg hagkerfi eftir Þráinn Eggertsson.

Morgunblaðið finnst greinilega gaman að stríða manni. Því Morgunblaðinu fannst jú gaman að geta birt grein eftir mig á aðfangadag þar sem ég var að skamma seðlabankastjóra. En Sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtist grein eftir mig sem ég var löngu búinn að gleyma að ég hafi skilað inn. En greinina skrifaði ég þegar Utanríkisráðherra birti nýtt frumvarp um alþjóða þróunarsamvinnu Íslendinga. Frumvarpið var ekki eins og ég hefði viljað. En Morgunblaðið vildi greinilega bíða með að birta þessa grein þangað til að þinghlé væri gert þannig að grein mín hefði lítið að segja. Ég vona hins vegar að Formaður Samfylkingarinnar sem og aðrir þingmenn. Í raun hef ég nokkrar hugmyndir um hvernig Ísland eigi að bæta þróunarsamvinnu sína, en hvort að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlusti á mig, skal ósagt látið en ég að sjálfssögðu vona það. Þeir sem ekki hafa aðgang að Morgunblaðinu geta lesið greinina á politik.is.  Ég mun þó halda áfram að skrifa og skoða þróunarsamvinnu Íslendinga, hvort sem Sighvati Björgvinssyni framkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnun Íslands líkar betur eða verr.

En hvað með það. Þó svo að mér finnist handbolti ekkert sérstaklega skemmtileg íþrótt ætla ég nú samt að horfa á leik Íslands og Svíþjóðar. En hvort sem manni finnst íþróttin skemmtileg eða ekki, styður maður jú auðvitað sitt landslið.


Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband