Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ábyrgðarleysi stjórnmálamanna?

Best að láta vita að ég er ennþá sprell lifandi, en hefur undanfarna daga verið að hugsa um hvað ég eigi að gera við þetta blogg. Hvort ég eigi að halda áfram með það, eða að láta það róa og leyfa öðrum að tjá sig hér í bloggheiminum. Reyndar hafa síðustu mánuðir orðið mjög erfiðir, og getur maður varla farið að slappa af fyrr en 14. des. Vonandi. En síðustu vikur hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá manni, það fyrsta og sennilega það merkilegast var að í haust tók ég við ritstjórn hjá vefriti Ungra jafnaðarmanna, politik.is, og margir klukkutímar farið í vinnu í sambandi við síðuna. Í dag birtist t.a.m. grein eftir mig á vefnum sem nefnist ,, Ber almenningur ábyrgð á ábyrgðarleysi stjórnmálamanna?". Síðan fór líka mikill tími hjá mér í að skrifa ritgerð í þróunarmálum þar sem ég var að bera saman skipulagi og uppbyggingu þróunaraðstoðar á íslandi og Danmerkur. Komu niðurstöðurnar ekki á óvart, en bráðlega mun ég þó koma með nokkrar greinar um þetta málefni. Síðan er ég líka að gera rannsóknarverkefni hérna upp í skóla, sem nefnist sjómennskan og draumar. Er ég að safna saman nokkrum draumum sjómanna og tengja þá við menningu og starfshætti sjómanna. Afar skemmtilegar pælingar þarna á ferð, enda sjávarútvegur lengi vel okkar aðal atvinnugrein, og þjóðarbúskapurinn sveiflaðist oft eftir afkomu sjávarútvegsins.

Hvet fólk eindregið til að vera duglegt að skoða vef okkar Ungra jafnaðarmanna. Vonandi á hann einungis eftir að eflast enn frekar.

kv,

Sölmundur Karl Pálsson


Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband