Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnuð grillveisla

P5260006Í gær tók ég upp á þeirri nýbreytni og bauð nokkrum útvöldum í grillveislu í gær, grillaðar voru pylsur, hunangslegið svínakjöt og kryddaðar svínakotelettur og í eftirrétt voru siðan grillaðir banannar sem fylltir voru með mars súkkulaði og einnig var boðið upp á vanillu ís. Ég bauð foreldrum mínum og yngri systur minni, enda var það faðir minn sem grillaði, enda algjör snillingur á því sviði. Síðan bauð ég honum Einari, en fyrir þá sem ekki vita þá kynntist ég honum í viðskiptafræðinni í Verkmenntaskólanum, í þeirri miklu klíku sem viðskiptadeildinn var í þá daga. Einnig bauð ég henni Valdísi formanni UJA, en henni kynntist ég nú líka í viðskiptafræðinni í VMA, og síðast en ekki síst bauð ég þeim heiðurshjónum Margréti Kristínu og Reyni Alberti ásamt barni þeirra Sunnu Mekkín. En Margréti kynntist ég í gegnum UJA en Reyni kynntist ég í gegnum Háskólann. 

P5260010En til að gera langa sögu stutta, þá var maturinn tær snilld sem og eftirrétturinn sem auðvitað bregst aldrei. Ég held að grillveislan hafi heppnast ágætlega, þó svo að veðrið hefði ekki verið upp á sitt besta, og því var ekki hægt að borða úti, en það verður bara að bíða betri tíma. Og ekki má gleyma því að Sunna Mekkín dóttir þeirra Möggu og Reynis fór algjörlega á kostum í veislunni. Hins vegar var tilefni grillveislunar tvíþætt, það fyrsta var þetta nokkurskonar afmælismatur, þar sem ég átti afmæli þann 12. maí en þurfti að vinna í undirkjörstjórn og gat því ekki haldið neina veislu eða neitt á afmælisdaginn minn. Seinna tilefnið var bara að þakka fyrir mig. Ég tók erfiða ákvörðum þegar ég ákvað að hætta í hagfræðinni í HÍ og koma heim aftur, mér leið þó vel í Reykjavík en þó vantaði ávallt eitthvað svo að ég gæti fest mig í sessi í Reykjavík. En þetta fólk sem ég bauð í grillveisluna, hefur gert þessa ákvörðun mína að snúa aftur heim, að líklega að minni bestu ákvörðun og ég sé ekki eftir því að fara í Háskólann á Akureyri. Og í raun hefur þetta fólk gert þetta skólaárið eitt af því besta sem ég hef upplifað. Það var gaman að geta aftur horft á Meistaradeildar leiki með Einari, rétt eins og maður gerði þegar maður var í VMA. Síðan er ég mjög ánægður með að Valdís hafi hringt í mig í haust og drifið mig inn í starfið hjá UJA, en það starf hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt, enda kynnst fullt af frábæru fólki. Síðan auðvitað hef ég lært heilmikið af hjónunum Margréti og Reyni, þau hafa sýnt manni að það er hægt að stofna heimili og verið samt í fullu háskólanámi, og staðið sig vel. Reyndar hef ég lært heilmikið af henni Margréti á þessum fáu mánuðum sem ég hef þekkt hana, og síðan hefur Reynir maðurinn hennar sem og aðrir skólafélagar í HA gert skólann skemmtilegan, og nú er aftur orðið gaman að mæta í skólann. Einnig er ég mjög ánægður með að foreldrar mínir skildu hleypa mér aftur inn í húsið þeirra, eftir að hafa flutt að heiman.Allt þetta fólk hefur gert mig þó að betri manneskju, sem hlýtur að vera markmið manns að verða ávallt betri manneskja. En síðan auðvitað vantaði nokkra aðra vini mína, t.d. Helga og Halldór, en þeir báðir búa í Reykjavík, og gátu því ekki komist.

Hins vegar segi ég bara enn og aftur takk fyrir mig, þið eruð frábær! Ég mun eflaust endurtaka þennan leik í sumar þegar veðrið verður betra og maður getur borðað úti.

 Kv,

Sölmundur Karl Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Og hver á þá að grilla.....? Já þetta var alger snilld og þvílíkur kokkur þarna á ferðinni

Páll Jóhannesson, 27.5.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

ójá ójá ójá ójááááááááá

þetta var svoooo gott, og svo gaman! enda alltaf gaman að vera með góðu fólki

annars sé ég þig bara í vinnunni í fyrramálið og hvernig væri nú að taka mig með í kaffi í þetta sinn?!?

Valdís Anna Jónsdóttir, 5.6.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sölmundur Karl Pálsson
Sölmundur Karl Pálsson
Nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þórsari, Nallari, en fyrst og fremst jafnaðarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband